Maður og náttúra
51 VISTFRÆÐI Lífríki hafanna er í hættu Kóralrifin í heitum höfum einkennast af einstaklega mörgum teg undum þörunga og dýra. Mörg þessara svæða eru nú í hættu. Olía og eiturefni, sem berast út í sjó, geta verið banvæn fyrir kóraldýrin og kippt þannig fótunum undan þessum tegundaríku vistkerfum. Umsvif manna, til dæmis tínsla þvottasvampa við kóralrifin, geta líka haft bein áhrif á afkomu þessara vistkerfa. Enn meiri ógn stafar þó af því að höfin eru að hlýna og það skaðar kóralrifin. Árósar og grunnsævi við strendur eru mikilvæg svæði fyrir marga fiska sem hrygna þar og seiðin alast þar upp. Þar eru yfirleitt ríkuleg næringarefni og þar verður gróskumikið lífríki. Víða um heim finnst olía á grunnsævi. Þegar borað er eftir henni steðjar mikil hætta að líf ríkinu þar. Jafnvel lítill olíuleki getur stórskaðað lífríkið á stóru svæði og hrygning fiska getur misfarist ef illa fer. Árið 2010 olli mikill olíu leki úr borholu á botni Mexíkóflóa gríðarlegum skaða á lífríki þessa hafsvæðis. Þetta er eitt alvarlegasta mengunarslys sögunnar. Við kóralrifin í heitum sjó er yfir- leitt gríðarlega mikið og fjölbreytt lífríki. Nú er þessum vistkerfum ógnað af ofveiði, eiturefnum í sjó og loftslagsbreytingum. 1 Hversu margar tegundir lífvera er líklegt að lifi á jörðinni? 2 Nefndu nokkur vistkerfi þar sem líffræðileg fjölbreytni er mikil. 3 Hvers vegna lifa fleiri tegundir lífvera í náttúrulegum skógi en ræktuðum? 4 Hvenær voru sett lög um friðun skóga á Íslandi? 5 Hvers vegna eru regnskógar jarðar höggnir í svo miklummæli sem raun ber vitni? 6 Gerðu stuttlega grein fyrir áhrifum beitar á gróðurfar. 7 Hvað er átt við þegar talað er um einrækt í landbúnaði? 8 Hvað er það sem helst ógnar lífríki kóralrifanna í höfunum? 9 Hvers vegna eru árósar og grunnsævi mikilvæg svæði fyrir fiska sjávarins? Skógareldar geta, þótt undarlegt megi virðast, aukið líffræðilega fjölbreytni. Útskýrðu hvernig á því stendur. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=