Maður og náttúra

49 VISTFRÆÐI Vernd náttúrulegra skóga Eins og áður hefur komið fram var mikill hluti Íslands vaxinn birkiskógi við landnám norrænna manna. Hann var í fyrstu höggvinn til þess að setja niður hús og fá akurlendi og síðan til eldiviðar og smíða. Þá gekk búsmali sjálfala í skógunum og þá komust ung tré aldrei á legg til að endurnýja skóginn því að sauðfé bítur ungplönturnar. Eyðing skóganna var mjög hröð og strax á 16. öld voru menn farnir að vara við henni. Ræktun trjáa og skóga hófst ekki á Íslandi fyrr en um aldamótin 1900 og um svipað leyti voru samþykkt lög á Alþingi Íslendinga um að friða helstu skógana sem þá voru enn til, þar á meðal Hallormsstaðaskóg. Regnskógar hitabeltisins Báðum megin við miðbaug jarðar vaxa regnskógar hitabeltisins og þar lifir mikill hluti allra tegunda lífvera. Regnskógarnir eru höggnir til þess að afla timburs eða til þess að skapa ræktarland og fá beitarland fyrir nautgripi og annan búpening. Þá hafa regnskógar líka eyðst vegna stíflumannvirkja í tengslum við raforkuver. Þá hverfa mikilvæg búsvæði og með þeim ótal tegundir. Líffræðileg fjölbreytni er auðlind sem hefur margvíslegt gildi, meðal annars efnahagslegt. Mikilvæg lyf eru til dæmis unnin úr mörgum plöntum og sveppum. Líklegt er að í regnskógunum vaxi mikill fjöldi plantna sem gætu reynst þýðingarmiklar í framtíðinni. Ef þessum líf­ verum verður útrýmt munum við aldrei geta nýtt okkur eiginleika þeirra. Þessi mynd er tekin í náttúrulegum og ósnortnum skógi á norrænum slóðum. Þar vaxa oftast margar tegundir trjáa hlið við hlið og fjöldi tegunda plantna og dýra er oft mjög mikill.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=