Maður og náttúra
48 2.6 Ósnortin náttúra í hættu Minnkandi fjölbreytileiki Líklegt er að á jörðinni lifi fleiri en tíu milljónir tegunda lífvera. Af þeim þekkjum við aðeins um tvær milljónir. Flestar tegundanna lifa í höfunum og í frumskógum hitabeltis- ins . Í sögu lífsins á jörðinni hafa nýjar tegundir stöðugt orðið til en aðrar hafa dáið út. Nú er það fyrst og fremst maðurinn sem stuðlar að útrýmingu tegunda lífvera og árlega fjölgar þeim tegundum sem hverfa úr lífríkinu af hans völdum. Nú er náttúran nánast alls staðar mótuð af umsvifum mannsins. Þetta hefur haft þær afleiðingar að líffræðileg fjölbreytni minnkar, en það merkir að teg undum lífvera og búsvæðum hefur fækkað. Í vistkerfum náttúrunnar er afar flókið samspil milli lífvera og þar gegnir hver tegund sínu sérstaka hlutverki. Ef ein tegundin hverfur hefur það áhrif á hinar sem eftir verða. Áhrifin verða sjaldnast svo mikil að viðkomandi vistkerfi hrynji en það getur tekið miklum breytingum. Fábreyttari skógar Bæði hér á landi og í nálægum löndum eru skógar að miklu leyti rækt- aðir . Þar sem nytjaskógar eru ræktaðir er öllum trjánum í hverjum skógi plantað á sama tíma og þeim er ætlað verða fullvaxin á sama tíma, að liðnum nokkrum áratugum. Í ræktuðum skógi sjást sjaldan fallnir trjábolir eða trjástubbar. Það merkir að búsvæðin verða fábreytilegri fyrir lífverurnar og þær lífverur, sem geta komist af í svo fábreyttu um hverfi, eru yfirleitt fáar. Í ræktuðum skógum lifa því færri tegundir líf vera en í náttúrulegum skógi sem hefur fengið að vaxa upp án afskipta mannsins. Skógar geta verið fagrir, hvort sem þeir eru ræktaðir eða náttúrulegir. Í ræktuðum skógum er lífríkið yfirleitt fábreyttara en í náttúrulegum skógum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=