Maður og náttúra

47 VISTFRÆÐI Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins Á síðustu árum hefur veðurfar hlýnað um alla jörð og telja flestir að sú hlýnun stafi af umsvifum mannsins, einkum aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Lífríki Íslands og hafsins umhverfis það hefur líka orðið fyrir áhrifum af hlýnuninni. Norðlægir fuglar hafa hörfað norður á bóginn og ætisskil­ yrði hafa versnað, að minnsta kosti um stundarsakir, fyrir marga sjófugla, til dæmis lunda og kríu, og stofnar þeirra hafa minnkað. Þá hefur þess orðið vart að ýmsir nytjafiskar, til dæmis skötuselur, ýsa og loðna, lifa nú norðar en áður vegna hlýnunar sjávar. Makríll er mikill nytjafiskur í Miðjarðarhafi, Svartahafi og í Norður-Atlantshafi allt norður til Noregs, en hér hefur hann aðeins verið flækingur. Hann veiddist fyrst hér við land árið 1895 en nú bregður svo við að hann veiðist í allmiklu magni í íslenskri lögsögu. Enginn vafi leikur á því að hlýnun sjávar hefur haft þau áhrif að hann færir sig upp að landinu. 1 Hver er meðalselta heimshafanna? 2 Nefndu nokkrar ástæður fyrir því að selta hafanna er ekki alls staðar hin sama. 3 Hvað er ísalt vatn? 4 Gerðu stuttlega grein fyrir Golfstraumnum og áhrifum hans hér við land. 5 Hvað er hitaskiptalag í hafinu og af hverju myndast það? 6 Hvað er vortoppur og hausttoppur? 7 Útskýrðu hugtakið sjálfbærni. 8 Nefndu þrjá af mikilvægustu nytjafiskum Íslendinga. 9 Nefndu fáein dæmi um breytingar á lífríki hafsins við Ísland vegna hlýnunar jarðar. Allt frá því að höfin mynduðust á jörðinni hafa þau smám saman orðið saltari. Hver er ástæðan fyrir þessu? Makríll er algengur hér við land þegar sjór er hlýr en sést varla þau ár þegar sjór er kaldur. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=