Maður og náttúra

46 VISTFRÆÐI Sjávarnytjar og sjálfbærni Íslendingar eru meðal mestu fiskveiðiþjóða í heimi og þeir hafa öldum saman byggt afkomu sína að talsverðu leyti á gjöfulum fiskimiðum. Í hafinu við Ísland lifa um 280 tegundir fiska en aðeins tíundi hluti þeirra eru veiddar að einhverju marki og teljast til nytjafiska. Þorskur hefur um aldir verið helsti nytjafiskur Íslendinga, en auk hans má nefna botnfiskana ýsu, ufsa og karfa og uppsjávarfiskana loðnu og síld. Árlegur afli á Íslandsmiðum hefur vaxið úr um 200 þúsund tonnum í upphafi 20. aldar í um 1,5 milljónir tonna að jafnaði á síðari árum. Miklar sveiflur eru í aflanum, bæði með tilliti til þeirra tegunda sem landað er og fjölda tonna af hverri tegund. Mestar sveiflur hafa verið í veiðum úr stofnum uppsjávarfiska, einkum loðnu og síldar, sem eru skammlífar tegundir og sýna meiri náttúrulegar sveiflur en botnfiskar. Fiskveiðistefna Íslendinga byggist á sjálfbærni , það er að veiðar gangi ekki á nytjastofnana til langs tíma litið. Þess vegna hefur verið sett sú regla að afli úr hverjum stofni fari ekki yfir 20–25% af heildar­ stærð viðkomandi veiðistofns. Þrátt fyrir þetta hefur til dæmis þorsk­ stofninn minnkað hægt og sígandi undanfarna áratugi en hann virðist þó vera að ná sér á strik um þessar mundir. Loðnuskip að veiðum undan Snæfellsjökli. Árlega er tekið mið af niðurstöðum rann- sókna á loðnustofn- inum við ákvörðun á veiðikvóta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=