Maður og náttúra
45 VISTFRÆÐI Árstíðirnar í hafinu Í mars og apríl, þegar sólin er komin talsvert hátt á loft, vaknar plöntu svifið úr vetrardvala og tekur að fjölga sér í efstu 20–50 m sjávarins þar sem birtu nýtur. Gnægð er af næringarefnum í yfirborðinu eftir veturinn. Svifþörungum fjölgar hratt og svokallaður vortoppur mynd ast, þá er fjöldi þörunganna mestur. Þegar hann nær hámarki eru millj ónir svifþörunga í hverjum lítra af sjó. Efstu lög sjávar hitna og þar sem heitur sjór flýtur ofan á köldum lagskiptist sjórinn smám saman. Skilin milli laganna, hitaskiptalagið , skerpast þegar líður á vorið og þá verður engin blöndun milli hlýja sjávarins og þess kalda lengur. Svifþörungarnir ganga hratt á næringarefnin í yfirborðslaginu og jafn framt fjölgar svifdýrum sem nærast á þörungunum. Vöxtur þörung anna stöðvast því og vortoppurinn hjaðnar. Dýrasvifið nær hámarki örlitlu seinna en plöntusvifið og vaxtartoppurinn hjá því varir lengur þar eð dýrin eru yfirleitt langlífari en svifþörungarnir. Yfir hásumarið er lítið um plöntusvif í sjónum við Ísland nema helst við straumamót og á uppstreymissvæðum þar sem stöðug blöndun á sér stað og nær ingarefni berast jafnt og þétt upp í yfirborðið. Á haustin lækkar sólin aftur á lofti, hafið kólnar og vindar verða tíðari og sterkari. Þá riðlast lagskipting sjávarins og næringarefni taka aftur að berast upp í yfirborðslagið. Meðan þetta er að gerast og áður en hitaskiptalagið hverfur getur plöntusvifið náð öðrum vaxtarkipp, svokölluðum hausttoppi . Fjöldi lífvera í plöntusvifinu er þó alltaf miklu minni í hausttoppinum en í vortoppinum. Á veturna blandast sjórinn og næringarefni hans eru að mestu jafnt dreifð frá yfirborði niður á botn. Á þessum árstíma er sólarbirtan þó svo lítil að svifþörungarnir ná ekki að fjölga sér að neinu marki. Hrygningar- og ætisgöngur fiska tengjast árstíðum og styrk næringarefna í hafinu. Plöntusvifið er aðalfæða dýrasvifsins sem aftur er fæða ýmissa stærri sjávardýra. Sumar Haust Vetur Styrkur nítrats eykst Plöntusvif Mikil birta Lítil birta Lítil birta Lítið um svifþörunga Kólnun Dýrasvif Mikil blöndun í sjónum Yfirborð hitnar → hita skiptalag myndast Blöndun eykst → hita skiptalag riðlast Vor Vortoppur Hausttoppur Vetur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=