Maður og náttúra

44 VISTFRÆÐI Hafið við Ísland Við strendur Íslands mæta ískaldir hafstraumar úr norðri kvísl úr Golfstraumnum úr suðri sem ber með sér hlýjan og selturíkan sjó. Golfstraumurinn á upptök sín skammt norðan við miðbaug og fer um Karíbahaf og síðan norður með strönd Norður-Ameríku. Hann sveigir svo í austur og hluti hans fer upp með strönd Vestur-Evrópu. Við Færeyjar klofnar þessi straumur og vestari hluti hans streymir norður til Íslands og vestur og norður með landinu, en eystri straumurinn fer norður með strönd Noregs. Þessir straumar bera með sér mikinn varma úr suðrinu og án þeirra væri Ísland líkast til óbyggilegt vegna kulda. Sumir telja að á ísöldinni hafi Golfstraumurinn aldrei náð að ströndum Noregs eða Íslands og það hafi átt þátt í ísmynduninni á norðurhvelinu og fimbulkuldanum þar. Það skiptir líka miklu máli fyrir skilyrðin í hafinu að Ísland stendur á neðansjávarhásléttu, landgrunninu, sem er hluti af neðan­ sjávarhrygg sem liggur frá Grænlandi um Ísland og Færeyjar til Skotlands. Við þessar landfræðilegu aðstæður myndast margvíslegir sjávarstraumar sem mætast við landið og blandast þar. Straumarnir bera stöðugt með sér gnægð næringarefna og valda blöndun í hafinu og skapa þannig kjöraðstæður fyrir lífríkið. Fá hafsvæði í heimi eru frjósamari en hið íslenska. Aðstæður í hafinu kringum Ísland eru góðar fyrir lífríkið, enda er hafsvæðið frjósamt. Marglyttur berast með straumum og eru að mestu leyti úr vatni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=