Maður og náttúra
43 VISTFRÆÐI Hafið – stærsta vistkerfið Höfin þekja meginhluta jarðarkúlunnar Tveir þriðju hlutar yfirborðs jarðar eru haf. Meðaldýpi hafanna er um 4000 metrar en mesta dýpið er rúmlega 11 000 metrar. Í hafdjúpunum lifa margvíslegar lífverur og margar þeirra hafa ekki enn verið greindar til tegundar. Líf hefur þrifist í höfunum mun lengur en á þurru landi og ekki er ólíklegt að lífið hafi kviknað þar. Í höfunum lifir aragrúi lífvera. Sumar þeirra eru í gríðarlegum fjölda og eru mikilvæg fæða fyrir aðrar líf verur, bæði fyrir aðrar sjávarlífverur, fugla og ýmsar landlífverur, svo og fyrir menn. Lagskipting í höfum Vatn hafanna er svo salt að við getum ekki drukkið það. Þess vegna getum við dáið úr þorsta fljótandi úti á miðju hafi. Selta hafanna er að meðaltali 3,5%. Við ósa stórfljóta og þar sem hafís er getur seltan verið minni því að ferska vatnið blandast sjónum og þynnir hann. Vatn á slíkum svæðum kallast ísalt vatn. Höfin eru yfirleitt saltari þar sem heitt er en á köldum svæðum. Þetta stafar af því að seltan eykst þegar vatnið gufar upp. Í heitu löndunum vinna menn salt með því að dæla sjó í grunn lón og láta vatnið gufa upp. Sjórinn er þyngri en ferskt vatn og kalt vatn er þyngra en heitt vatn. Á botni hafanna safnast því fyrir salt og kalt vatn. Við yfirborðið er vatnið hins vegar heitara og ekki jafnsalt. Þetta veldur því að lag getur myndast milli vatnsins í hafdjúpunum og yfirborðsvatnsins og þetta lag kemur í veg fyrir að blöndun verði. 2.5 Lífið í hafdjúpunum Lífið í höfum jarðar er að miklu leyti háð birtu. Ljósgeislar sólar ná allt niður á 400 metra dýpi ef vatnið er tært en þar fyrir neðan ríkir eilíft myrkur. Engra árstíða gætir og þrýstingur vatnsins er ótrúlega mikill. Engu að síður lifa þarna margar lífverur, svo sem litli lúsífer sem hefur veiðst á 365–1025 m dýpi í norðlægum höfum. Sumar þeirra eru búnar eigin ljósgjafa en aðrar rata um með hjálp lyktarskynsins. Í mestu hafdjúpum lifa meira að segja fiskar sem eru án augna. Þar er svo dimmt að augun gera ekkert gagn. Menn höfðu ekki hugmynd um það hvers konar lífverur lifðu þarna niðri fyrr en þeir réðu yfir tækni til þess að rannsaka hafdjúpin. Því saltara sem vatnið er þeimmun betur fljótum við í því. Eitt saltasta haf jarðar er Dauðahafið. Það er svo salt að við fljótum auðveldlega í því og getum ekki sokkið. ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=