Maður og náttúra

40 VISTFRÆÐI Þingvallavatn – kalt og djúpt Þingvallavatn er lindavatn eins og Mývatn. Meðaldýpi þess er 34 m og mesta dýpi 114 m. Sólin nær bara að hita yfirborðslög vatnsins á sumrin og ekki er nægileg birta á stórum hluta botnsins til þess að gróður fái þrifist þar. Örsmáir svifþörungar, sem fljóta um í yfirborði vatnsins, sjá því um mestan hluta frumframleiðslunnar en auk þess er belti botnþörunga við strendur vatnsins þar sem grynnra er. Í Þingvallavatni lifa þrjár tegundir vatnafiska, bleikja, urriði og horn­ síli. Bleikjan finnst auk þess í fjórum mismunandi afbrigðum og hefur hvert þeirra sinn sess í vatninu sem meðal annars má sjá af mismunandi munnlögun. Murta og dvergbleikja eru smávaxin afbrigði. Murtan lifir í yfirborði vatnsins og nærist á dýrasvifi en dvergbleikjan í hraungjótum á botni vatnsins þar sem hún kroppar vatnabobba (ferskvatnskuðunga) og mýlirfur af steinum. Kuðungableikja heldur sig grunnt við strendur vatnsins þar sem hún lifir mest á vatnabobbum. Sílableikja heldur sig dýpra og lifir á hornsílum og smábleikju. Rannsóknir á bleikjuafbrigð­ unum i Þingvallavatni gefa innsýn í það hvernig tegundir myndast í nátt­ úrunni. Í Þingvallavatni má finna fjögur mismunandi bleikjuafbrigði sem hafa þróast þar í tímans rás. Dvergbleikja Murta Kuðungableikja Sílableikja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=