Maður og náttúra

39 VISTFRÆÐI Mývatn – grunnt og hlýtt Mývatn er meðal stærstu stöðuvatna á Íslandi og er afar merkilegt fyrir margra hluta sakir. Meðaldýpi Mývatns er aðeins um tveir metrar. Sólin nær því að hita vatnið niður á botn á sumrin svo að lítill munur er á hitastigi frá yfirborði til botns. Sólarljósið nýtist einnig botngróðri við framleiðslu á lífrænum efnum. Botngróðurinn saman­ stendur bæði af stórvöxnum vatnaplönt­ um og örsmáum, einfruma þörungum sem ásamt leifum plantna og dýra myndar líf­ rænt set á botni vatnsins. Mývatn er linda­ vatn og vatnið, sem rennur stöðugt í það, er mjög auðugt að næringarefnum, til dæmis fosfór. Þessi staðreynd, ásamt því að vatnið er grunnt og hitnar því talsvert á sumrin, skýrir hversu lífríki þess er mikið og fjölbreytilegt. Lirfur rykmýsins, sem Mývatn er þekkt fyrir, og fleiri smádýr lifa á lífrænum leifum á botninum og smágerðum þörungum í vatninu, en hornsíli, bleikja og margar tegundir kafanda nærast á rykmýslirfunum og öðrum botndýrum. Fuglalíf er gríðarlega mikið og fjölbreytt við Mývatn og þar verpa allar tegundir anda sem lifa á Íslandi, meðal annars húsönd, sem ekki verpir annars staðar í Evrópu. Lífríkið við Mývatn er afar fjölbreytilegt og fuglalíf einstaklega auðugt. Kúluskítur Kúluskítur er nafn á einu vaxtarformi grænþörungs sem vex á talsverðu dýpi í stöðuvötnum. Kúluskítur myndar þéttar kúlur sem eru misstórar. Sumar eru einungis nokkrir millimetrar í þvermál en aðrar geta orðið 15 cm. Svo stórar kúlur eru aðeins þekktar í tveimur vötnum í heiminum. Annað þeirra er Mývatn, hitt er Akanvatn í Japan. Kúlurnar, sem liggja á botni vatnanna, geta myndað breiður og jafnvel verið í hrúgum. Þar velta þær til með straumum. Kúluskítur er nokkuð sérstakt nafn á þörungi en það á rætur að rekja til þess að mývetnskir bændur, sem fengu þörunginn í silunganetin, munu hafa kallað hann skít eins og annan gróður sem festist í netunum. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=