Maður og náttúra
38 2.4 Fiskar lifa við botninn í ísilögðum vötnum því þar er vatnið heitara en efst. Þess vegna er hægt að stunda veiðar undir ís. Vatnið í Lagarfljóti er stundum mo- rugt enda blandað jökulvatni. Stöðuvötn Stöðuvötn á Íslandi Ísland er auðugt að ferskvatni sem er bæði í ám og lækjum, tjörnum og stöðu vötnum. Á landinu eru um 9000 stöðu vötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari og er samanlögð þekja þeirra talin vera um 1,4% af landinu. Stöðuvötnin kallast jökulvötn ef í þeim er jökulvatn (t.d. Lagarfljót á Austurlandi), dragavötn ef þau eru mynduð af fersk vatnsám eða lækjum, sem renna eftir yfir borði landsins (t.d. Meðalfellsvatn í Kjós), og lindavötn ef þau eru mynduð af upp sprettuvatni (t.d. Mývatn). Meginskipting vatna er þó í næringarrík og næringarsnauð stöðuvötn. Það er einkum gerð berggrunns ins og landsins í kringum vatnið sem ræður því hvort vatnið er næringarsnautt eða næringarríkt. Lindavötn eru næringarrík. Þau eru einkum á þeim svæðum lands ins þar sem virk eldfjöll eru flest og berggrunnurinn er ung hraun. Vatnið hripar niður í hraunin og rennur eftir neðanjarðarrásum langar leiðir en kemur upp sem uppsprettur í lægðum, mettað af næringar efnum sem leysast úr jarðlögunum. Tvö af stærstu og merkilegustu stöðuvötnum á Íslandi, Mývatn og Þingvallavatn, eru lindavötn, en þau eru þó talsvert ólík eins og fram kemur hér á eftir. Vetrarkyrrð Á veturna kólnar yfirborð vatna yfirleitt svo mjög að þau verða ísilögð. Vatnið við botninn er áfram fjögurra gráðu heitt og er því enn þyngst, þótt það sé heitara en yfirborðsvatnið. Ísinn flýtur ofan á vegna þess að hann er alltaf léttari en vatnið. Þegar allt vatnið er orðið ísilagt geta vindar ekki komið af stað bylgjum í vatninu og ekkert hreyfir við því. Eins og á sumrin getur súrefni orðið af skornum skammti í vatninu við botninn. Ljóstillífun er engin í myrku og köldu vatninu og ísinn verður nokkurs konar lok yfir öllu stöðuvatninu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=