Maður og náttúra

37 VISTFRÆÐI Skógrækt á opnu landi Þegar skógur er ræktaður upp á skóg­ lausu landi breytist lífríki og landslag á afgerandi hátt. Birtukærum plöntu­ tegundum, svo sem holtasóley og hvít­ möðru, fækkar smám saman og að lokum verða aðeins skuggþolnar tegundir, svo sem vallelfting, fléttur og mosar, eftir á skógarbotninum. Margir mófuglar, þeirra á meðal lóa, spói, stelkur og jarðrakan, hverfa þegar skógurinn vex upp og lokast en skógarfugl­ unum skógarþresti, auðnutittlingi, músar­ rindli og glókolli fjölgar. Músarrindill er einkennisfugl birkiskóganna en glókollur barrskóganna. Mestar breytingar verða á lífríkinu þar sem sígrænir barrskógar vaxa upp. Barrskógar breyta landslagi líka mest þar eð dökkgrænn liturinn stingur í stúf við umhverfið árið um kring. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum breytingum áður en skógrækt er hafin á víðáttumiklum landsvæðum. 1 Hvað er gróðurlendi? Nefndu þrjú mismunandi gróðurlendi á Íslandi. 2 Lýstu helstu breytingum á gróðri sem verða þegar skógur vex upp á landi sem var áður skóglaust. 3 Lýstu stuttlega undirgróðri í birkiskógi. 4 Lýstu stuttlega hvaða áhrif það hefur á fuglalíf þegar land er klætt skógi. 5 Hvað ræður mestu um það að mólendi myndast? 6 Hvað veldur því einkum að þúfur myndast? 7 Nefndu þrjár einkennistegundir mólendisins. 8 Hvað er votlendi? 9 Holtasóley, blágresi, mýrastör og klófífa. Kannaðu hvernig þessar plöntur líta út. Hver þeirra er þjóðarblóm Íslendinga? Krossnefur er algengur flækingur hér á landi, en hefur ekki verpt hér fyrr en á allra síðustu árum. Hvað er það sem veldur því að nú eru nokkrar líkur á því að hann geti orðið nýr landnemi hér? SJÁLFSPRÓF ÚR 2.3 Glókollur er minnsti fugl Evrópu og er nýr land- nemi á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=