Maður og náttúra
37 VISTFRÆÐI Skógrækt á opnu landi Þegar skógur er ræktaður upp á skóg lausu landi breytist lífríki og landslag á afgerandi hátt. Birtukærum plöntu tegundum, svo sem holtasóley og hvít möðru, fækkar smám saman og að lokum verða aðeins skuggþolnar tegundir, svo sem vallelfting, fléttur og mosar, eftir á skógarbotninum. Margir mófuglar, þeirra á meðal lóa, spói, stelkur og jarðrakan, hverfa þegar skógurinn vex upp og lokast en skógarfugl unum skógarþresti, auðnutittlingi, músar rindli og glókolli fjölgar. Músarrindill er einkennisfugl birkiskóganna en glókollur barrskóganna. Mestar breytingar verða á lífríkinu þar sem sígrænir barrskógar vaxa upp. Barrskógar breyta landslagi líka mest þar eð dökkgrænn liturinn stingur í stúf við umhverfið árið um kring. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum breytingum áður en skógrækt er hafin á víðáttumiklum landsvæðum. 1 Hvað er gróðurlendi? Nefndu þrjú mismunandi gróðurlendi á Íslandi. 2 Lýstu helstu breytingum á gróðri sem verða þegar skógur vex upp á landi sem var áður skóglaust. 3 Lýstu stuttlega undirgróðri í birkiskógi. 4 Lýstu stuttlega hvaða áhrif það hefur á fuglalíf þegar land er klætt skógi. 5 Hvað ræður mestu um það að mólendi myndast? 6 Hvað veldur því einkum að þúfur myndast? 7 Nefndu þrjár einkennistegundir mólendisins. 8 Hvað er votlendi? 9 Holtasóley, blágresi, mýrastör og klófífa. Kannaðu hvernig þessar plöntur líta út. Hver þeirra er þjóðarblóm Íslendinga? Krossnefur er algengur flækingur hér á landi, en hefur ekki verpt hér fyrr en á allra síðustu árum. Hvað er það sem veldur því að nú eru nokkrar líkur á því að hann geti orðið nýr landnemi hér? SJÁLFSPRÓF ÚR 2.3 Glókollur er minnsti fugl Evrópu og er nýr land- nemi á Íslandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=