Maður og náttúra
Mólendi Mólendi verður til fyrst og fremst vegna áhrifa af langvarandi beit. Það er oftast þýft en gróðurfar þess getur verið afar mismunandi eftir staðháttum og beitarálagi. Þúfurnar verða til vegna áhrifa frosts í jarð veginum og mikil beit, eins og er til dæmis í mörgum hrossahögum, hjálpar einnig til við þúfnamyndunina. Talað er um lyngmóa, víðimóa, fléttumóa, sefmóa og svo framvegis eftir því hvaða gróður er ríkjandi. Víði- og lyngmóar eru frjósamir og góðir til beitar en sefmóar þykja lakara beitiland. Holtasóley, móasef, bláberjalyng og hreindýramosi eru meðal einkennistegunda móanna og þar vaxa líka ýmsir mosar, einkum í rýru mólendi. Votlendi Gróðurlendi á svæðum, þar sem jarðvatn nær upp undir eða upp fyrir yfirborð jarðvegsins, kallast einu nafni votlendi . Blautasta votlendið eru flóar en þar flýtur vatn yfir sverðinum árið um kring. Plöntur, sem vaxa í votlendi, hafa rætur sem eru sérstaklega lagaðar að vatnsósa jarðvegi. Það eru því ekki nærri allar plöntutegundir sem geta vaxið í votlendi. Í Þjórsárverum og víðar á miðhálendinu, þar semmeðalárs hiti er lágur, er sérstök gerð votlendis sem kallast rústamýrar eða flár. Þær einkennast af stórum upphækkunum sem kallast rústir. Inni í þeim er ískjarni sem stækkar með tímanum og það veldur því að rústirnar rísa upp úr votlendinu í kring. Ískjarninn bráðnar þegar yfirborð rústarinnar hitnar yfir sumarið og rústin fellur loks saman svo að eftir verður lítil tjörn. 36 Framræsla mýra Mýrar voru áður fyrr talsvert mikið nýttar til heyöflunar en heyskapur þar var erfiður vegna bleytu. Ummiðja síðustu öld kallaði fólksfjölgun í landinu á aukna framleiðslu landbúnaðarvara og bændur tóku að þurrka upp mýrarnar í stórum stíl með framræsluskurðum og breyta þeim í tún og beitilönd. Á árunummilli 1940 og 1990 voru samtals grafnir um 32 600 km af skurðum. Skurðgröfturinn var oft og tíðum stundaður meira af kappi en forsjá og oft var land ræst fram án þess að það væri nýtt frekar. Að lokum var svo komið að miklum hluta mýrlendis í landinu hafði verið spillt. Við það minnkaði búsvæði votlendisfugla og þeim fækkaði. Verstu útreiðina fékk keldusvín sem dó út sem varpfugl í landinu seint á 20. öld. Þar átti villiminkurinn einnig nokkra sök á. Á síðustu áratugum hafa menn hafist handa við að endurheimta mýrar með því að fylla aftur skurði sem eru til lítils gagns. Enn sem komið er hefur þó aðeins verið fyllt í brot af þeim. ÍTAREFNI Einkennisjurtir mýra eru starir, svo sem gulstör og mýrastör, og fífurnar klófífa og hrafna- fífa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=