Maður og náttúra

35 VISTFRÆÐI 2.3 Helstu gróðurlendi Íslensk gróðurlendi Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landsvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður og má nefna skóglendi eða graslendi sem dæmi. Fyrir landnám voru gróskumikil gróðurlendi allsráðandi á láglendi Íslands og langt upp í hálendið. Skóglendi þakti um fjórðung landsins. Blóm- og graslendi var víða þar sem þurrt var en mýrar þar sem land var blautara. Á ungum hraunum óx mosi eins og nú. Gróðurfarið hefur gjörbreyst frá því sem þá var. Á þurru landi er mólendi nú algengasta gróðurlendið en hærra upp til landsins tekur við uppblásin auðn með mela- og mosagróðri þar sem gróðurinn er afar strjáll og rýr. Birkiskógur Birkiskógar eru einu upprunalegu skógarnir á Íslandi. Birkið er víðast hvar lágvaxið, kræklótt með rauðbrúnum berki en inn til landsins á norðan-, austan- og suðvestanverðu landinu er það mun hávaxnara og beinvaxnara með ljósleitum berki. Um 80% birkitrjánna eru undir tveimur metrum á hæð og þá er talað um kjarr . Aðeins 5% birkitrjáa eru hærri en fjórir metrar. Slík tré mynda raunverulegan birkiskóg. Í friðuðum birkiskógi er gróðurinn á skógarbotninum, svokallaður undirgróður, oft gróskumikill og einkennist af gras-, víði- og lyngteg­ undum og oft eru blómjurtir líka áberandi, til dæmis blágresi. Innan um vaxa einnig mosar og fléttur. Við Gullfoss eru lyngmóar en mólendi er algengasta gróðurlendið á Íslandi. Á trjám vaxa oft margar tegundir mosa og fléttna. Þessar lífverur kallast ásætur .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=