Maður og náttúra

VISTFRÆÐI Áhrif búsetunnar Þegar landnámsmenn komu hingað á níundu öld og settust að var ósnortinn birkiskógur eða birkikjarr víðast hvar á láglendi og mikil gróska. Landnámsmenn helguðu sér land og byrjuðu á því að brenna eða höggva skóginn þar sem bæir skyldu rísa og akrar áttu að vera. Búfénaður gekk síðan meira og minna sjálfala í skóginum. Landsmenn hjuggu skóg til að afla smíðaviðar og eldsneytis, bæði til þess að elda mat, hita hús sín og vinna járn úr mýrarrauða. Allt þetta olli því að mjög hratt gekk á skóginn og mikil beit kom í veg fyrir að birkiskógurinn næði að endurnýja sig, því að sauðfé bítur ungplönt­ urnar jafnóðum og þær komast á legg. Talið er að á aðeins rúmum tveimur öldum hafi skógurinn eyðst að mestu. Eyðing skógarins hafði margvís­ legar afleiðingar. Þegar gróðurinn var ekki lengur til staðar til að vernda jarðveginn átti regnvatn auðvelt með að mynda sár. Þá tók vindurinn við og blés burtu fokgjörnum jarðveginum og þannig eyddist sá gróður sem eftir var mjög víða og eftir stóðu berir melar. Á fáeinum öldum gjörbreyttist gróðurfar landsins vegna áhrifa manna og búfénaðar. Þessi breyting er ekki einsdæmi í heiminum og mörg önnur dæmi eru til um áþekkar breytingar við landnám vestrænna manna í öðrum heimshlutum, til dæmis á Nýja-Sjálandi. Suðræn tré uxu hér til forna Ísland tók að myndast fyrir um 16 milljónum ára og fyrir um tíu milljónum ára var mun hlýrra í veðri en nú. Í jarðlögum frá þessum tíma má finna steingervinga trjátegunda sem sýna að gróðurfar hefur verið svipað og er nú í suðaustanverðum Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hér uxu meðal annars magnólíutré, túlípantré, eik og hlynur og ýmis barrtré, svo sem þinur, lerki, greni og fura. Fyrsta skeið ísaldar gekk yfir jörðina fyrir um þremur milljónum ára og þá dóu allar þessar suðrænu trjátegundir út hér. 33 ÍTAREFNI Hér hefur melgresi verið sáð við rofabarð á Kili á miðju hálendi Íslands til að reyna að hefta uppblásturinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=