Maður og náttúra

32 Skógar á Íslandi Ísland er í barrskógabeltinu Ísland er í kaldtempraða beltinu og er því hluti af því gróðurbelti heimsins sem kallast barrskógabelti og nær yfir alla Skandinavíu og austur um alla norðanverða Evrópu og Asíu. Það nær líka yfir norðan­ verða Norður-Ameríku. Í dæmigerðum barrskógi lifa alls um 2000 tegundir. Þetta virðist talsverð fjölbreytni en til samanburðar má nefna að í ósnortnum frumskógi í hitabeltinu er fjölbreytni tegundan­ na margfalt meiri. Barrskógar jarðar vaxa einkum þar sem vetur eru langir og dimmir og snjóar miklir, en sumrin eru mild og úrkomusöm. Frá ísöld til birkiskógar Þegar ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum kom Ísland smám saman gróðurlaust og nakið undan ísnum. Fyrstu plönturnar, sem uxu upp í þessu kalda loftslagi, voru fléttur og grös. Smám saman bættust við fleiri tegundir plantna, bæði jurtir og runnar, til dæmis gulvíðir og fjalldrapi. Eins og áður sagði ættu barrskógar að vaxa hér á landi, en einangrun landsins varð hins vegar til þess að barrskógar breiddust ekki út hér eftir að ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum. Í þeirra stað óx hér upp birkiskógur og hann var ríkjandi í gróðurríki Íslands um mestan hluta landsins. Á láglendi var birki talsvert gróskumikið og var víða um 20 metrar á hæð en birki náði líklega víða upp í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og var yfirleitt mun lægra og nánast kjarr. 2.2 Norðurhluti Evrópu skiptist í nokkur gróðurbelti eftir einkennisgróðri á hverju svæði. Á freðmýrum eða túndrum vaxa lágvaxnar plöntur á borð við gulvíði og fjalldrapa. Talið er að birki- skógur hafi þakið um fjórðung landsins við landnám norrænna manna fyrir rúmum eitt þúsund árum. Þessi mynd er tekin í Ásbyrgi. Barrskógur Laufskógur Freðmýri/Túndra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=