Maður og náttúra

31 VISTFRÆÐI Aðlögun dýra Margar tegundir dýra búa yfir ríkum aðlögunarhæfileika. Aðlögunin snýst meðal annars um það að halda hita á líkam­ anum eða að losna við varma í miklum hitum. Hún getur líka verið fólgin í því að nýta fæðu sem ekkert annað dýr getur nýtt eða að færa sér manngert umhverfi í nyt. Tegundir lífvera, sem eru færar um að laga sig að marg­ víslegum og mismunandi aðstæðum, eru oft líklegri til þess að lifa af en tegundir sem eru mjög sérhæfðar. 1 Nefndu dæmi um vistkerfi. 2 Hvað er sess lífveru í vistkerfi? 3 Hvað er stofn lífvera? 4 Hver er meginmunurinn á fæðukeðju og fæðuvef? 5 Hvað er átt við þegar sagt er að jafnvægi ríki í náttúrunni? 6 Hvernig fer ef tvær tegundir lífvera skipa sama sess í vistkerfi? 7 Útskýrðu það að náttúruvalið veldur því að lífverur laga sig að umhverfi sínu. 8 Setjum svo að þú hyggist rannsaka afmarkað vistkerfi, til dæmis skógarlund eða fiskabúr. Að hvaða leyti er vistkerfið afmarkað frá umhverfinu og að hvaða leyti ekki? 9 Nefndu dæmi um að lífverur hafi aðlagast þannig að þær geta lifað af kalda vetur. Maðurinn hefur með tækni sinni og þekkingu lagað sig að alls kyns aðstæðum og umhverfi. Nefndu dæmi ummismunandi aðlögun hans. Eyðimerkurrefur hefur mjög stór eyru og þau eru helsta kælitæki líkamans í miklum hitum eyði- markanna. Heimskautarefurinn (tófan) hefur smá eyru og tapar því litlum varma þótt kuldinn sé mikill. Stari og margir aðrir fuglar komast af í borgum og bæjum. Starinn tínir upp allt ætilegt sem hann finnur á götum og í görðum. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=