Maður og náttúra

30 VISTFRÆÐI Aðlögun er mikilvæg Lífverur laga sig stöðugt að umhverfi sínu vegna þess að þær lífverur veljast úr sem hafa heppilega eiginleika í því umhverfi þar sem þær lifa. Þær geta gert það á margvíslega vegu og það getur valdið sérkennilegu útliti og gerð. Þessi aðlögun gerist á löngum tíma. Aðlögun plantna snýst oft um það að halda í vatn á þurrka­ tímum. Margar plöntur eru til dæmis með svo þétt hár að þær verða meira eða minna loðnar. Hárin halda lofti kyrru næst plöntunni og það dregur mjög úr útgufun vatns úr henni. Útgufun plantna verður líka minni ef þær vaxa þétt saman og sumar plöntur vaxa í þéttum þyrpingum. Hátt til fjalla er kalt og mikill vindur. Plönturnar þurfa að halda vel í vatnið. Fjallakobbi er alsettur hárum sem halda lofti kyrru við stöngul og blöð og draga því úr útgufun vatns. Á barri barrtrjáa er þykkt vaxlag sem gerir trjánum kleift að halda barrinu allt árið. Sortulyng og bláberjalyng Laufblöð sortulyngs eru þykk og skinnkennd og gljáandi af vaxi. Vaxið veldur því að vatn gufar ekki auðveldlega út úr blöðunum. Sortulyng vex því vel í þurru mólendi og í lágu kjarri. Bláberjalyng er hins vegar með fremur þunn laufblöð og plantan er ekki sérlega vel löguð að þurrki. Bláberjalyng er því algengt þar sem jarðvegur er rakur og það þrífst til dæmis vel í mýrlendi. Lauffall trjáa Það virðist blasa við að það sé kuldinn sem er trjám erfiðastur á veturna. En hér er það aftur þurrkur sem er mesti vandinn. Þegar landið er frosið geta rætur trjánna ekki tekið upp vatn. Lauftré minnka vatnsþörfina með því að fella lauf sitt á haustin og við það minnkar út­ gufunin. Barrtré halda hins vegar flest barrnál­ um sínum. Þau halda nægu vatni yfir veturinn því að barrnálarnar eru þaktar þykku vaxlagi sem veldur því að þær missa nánast ekkert vatn við út­ gufun. Sama skýringin er á því að sortulyngið heldur blöðum sínum yfir veturinn en bláberjalyngið fellir sitt lauf. Laufblöð bláberja- lyngsins eru fremur þunn. Sortulyng hefur þykk og skinnkennd laufblöð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=