Maður og náttúra

VISTFRÆÐI 28 Þörungar og ýmsar aðrar lífverur skipa sér oft í mjög skýr belti í fjörum. Samkeppni veldur aðlögun lífvera Þær lífverur, sem standa sig best í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í náttúrunni, eru líklegri til að lifa og komast af en aðrar. Tökum sem dæmi tré sem hefur náð að verða hærra en önnur tré á sama stað. Háa tréð nýtur meira sólskins en hin trén og það getur framleitt meira af lífrænum efnum til vaxtar og viðhalds. Það myndar fleiri og jafnvel betri fræ sem geta orðið að nýjum trjám. Þeir eiginleikar, sem ollu því að tréð stóð sig betur í samkeppninni en önnur tré, geta líka erfst til afkvæmanna og orðið algengari í næstu kynslóð. Á þennan hátt „veljast úr“ þeir einstaklingar sem eru hæfastir. Þetta kallast náttúruval og við það laga bæði plöntur og dýr sig að umhverfi sínu. Sérhæfing og vistfræðilegur sess Þegar samkeppnin verður hörð sérhæfa tegundir lífvera sig á mis­ munandi hátt og segja má að þær gegni hver og ein sérstöku hlutverki í vistkerfi sínu. Þetta hlutverk kallast sess og nær meðal annars til þess svæðis sem hún nýtir sér og samskipta við aðrar lífverur. Samkeppni milli lífvera kemur mjög vel fram í fjörum og þar er líklega skýrasta dæmi í náttúru Íslands um skiptingu lífvera í mismunandi sessa. Þessi skipting verður gleggst í grýttum fjörum og þar raða hinar ýmsu teg­ undir sér í belti sem blasa við þegar að er gætt. Efst í fjörunni má sjá svarta skán á klöpp og steinum. Þetta er fléttutegund sem heitir fjörusverta. Efstu þörungarnir eru venju­ lega fíngerðir grænþörungar en síðan tekur hver þangtegundin við af annarri. Neðan við alla brúnþörungana vaxa ýmsir rauðþörungar. Þá erum við komin niður fyrir hina eiginlegu fjöru og við taka stórir brúnþörungar sem kallast þari. Þessi beltaskipting endurspeglar þá staðreynd að hver teg­ und ríkir á sínu sérstaka svæði vegna þess að hún hefur lagað sig best að þeim aðstæðum sem ríkja þar, og betur en allar aðrar tegundir. Aðlögun af þessu tagi á sér stað alls staðar í náttúrunni. Því meiri sem samkeppnin verður þeim mun meiri verður sérhæfingin. Þangtegundir Þarar Rauðþörungar Dvergaþang og klapparþang Klóþang og bólu- þang Hrossaþari og marinkjarni Söl og kóralþang Tréð sem vex hraðast og best, nýtur meiri sólarbirtu en hin. Það getur því myndað betri og fleiri fræ en önnur tré. Grænþörungar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=