Maður og náttúra
27 VISTFRÆÐI Þegar jafnvægi raskast Stundum breytist jafnvægið milli mismunandi tegunda í vistkerfi al gerlega af náttúrulegum orsökum. Sveiflur virðast vera mjög algengar og reglulegar hér á norðurslóðum. Til dæmis virðist vera nokkur regla í sveiflum á stofnstærð rjúpu og fálkans hér á landi. Stofnstærð fálkans, sem lifir einna helst á rjúpu, sveiflast greinilega með rjúpnastofninum. Þá má nefna nýlegt dæmi frá Svíþjóð. Þar kom upp kláðamaur í refum seint á 20. öld. Margir refir drápust í maurafárinu og hérum fjölgaði mjög í kjölfarið. Ástæðan var sú að færri hérar voru étnir og þá stækkaði stofninn. Þegar hérunum fjölgaði varð meira æti fyrir uglur, sem veiða héra líka eins og refurinn. Þegar samkeppnin varð minni frá refnum jókst æti uglnanna og þeim fjölgaði. Þegar frá leið náði refa stofninn sér á strik aftur og við það fækkaði bæði hérum og uglum. Áhrif mannsins Maðurinn hefur sífellt meiri áhrif á vistkerfi heimsins. Að hluta er það meðvitað, til dæmis þegar ákveðið er að stunda miklar veiðar á til teknum tegundum, fella skóga af stórum svæðum eða reisa stíflur. Það getur líka orðið ómeðvitað, til dæmis með því að flytja plöntur, dýr, bakteríur og aðrar lífverur frá einum heimshluta til annars. Þessar nýju lífverur geta gjörbreytt þeim vistkerfum sem eru fyrir. Árið 1945 var flutt hingað til lands fræ af alaskalúpínu frá Alaska í Norður-Ameríku. Hún er duglegur landnemi, enda með niturbindandi bakteríur í rótunum sem sjá henni fyrir nægu nitri. Hún hefur síðan verið notuð til uppgræðslu og er nú algeng víða um land. Mörgum þykir það hins vegar galli að lúpínan er mjög ágeng jurt sem kæfir auð veldlega aðrar plöntur. Hún er hávaxin og vex í þéttri breiðu og verður nánast allsráðandi. Hún vinnur því gegn líffræðilegri fjölbreytni, að minnsta kosti um nokkurn tíma. Nú eru uppi áform um að takmarka útbreiðslu lúpínu. Jafnvægið milli hinna ólíku tegunda getur verið sífelldum breytingum háð. Stofnstærð fálkans sveiflast með rjúpnastofninum. Hreindýr voru flutt til Íslands um 1770 og var sleppt lausum á nokkrum stöðum. Þau lifa nú eingöngu á Austurlandi og stofninn er rúm- lega 4000 dýr að haustlagi. Tími Rjúpa Fálki Fjöldi dýra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=