Maður og náttúra

26 VISTFRÆÐI Stöðug samkeppni í vistkerfinu Margir halda að í náttúrunni sé allt í jafnvægi og að þar hafi allt sinn stað og sitt hlutverk. En við nánari skoðun kemur í ljós að allar lífverur eru í harðri samkeppni hver við aðra um að komast af. Tilveran snýst um að éta eða verða étinn. Ef einhver tegund lífvera hefði ótakmarkaðan aðgang að fæðu og rými og hún ætti sér enga óvini myndi henni fjölga mjög hratt og mikið. Þannig er þetta hins vegar ekki í náttúrunni. Í hverju vistkerfi ríkir alltaf skortur á einhverju. Stöðug samkeppni er milli einstaklinga, bæði milli einstaklinga af sömu tegund og milli einstaklinga af ólíkum tegundum. Allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka. Viðkvæmt jafnvægi Fjöldi einstaklinga af sömu tegund ræðst meðal annars af því hversu mikið framboð er af fæðu í vistkerfinu. Þegar stofn lífvera stækkar verða æ fleiri einstaklingar á sama svæði. Að lokum verður samkeppnin um fæðuna svo mikil að stofninn getur ekki stækkað frekar. Fjöldi þeirra sem deyja er álíka mikill og þeirra sem fæðast. Jafnvægi hefur náðst innan stofnsins. Jafnvægi kemst líka yfirleitt á í vistkerfi milli ólíkra tegunda. Í öllum vistkerfum eru bráð og rándýr háð hvert öðru. Því meira, sem er af bráðinni, þeim mun fleiri geta rándýrin orðið. Ef rán­ dýrunum fjölgar hins vegar hlýtur að ganga á bráðina. Milli teg­ undanna verður stöðug samverkan og viðkvæmt jafnvægi ríkir milli þeirra. Mikil grimmd virðist oft ríkja í náttúrunni, en hugtökin„rétt“ og „rangt“ eiga aðeins við um hátterni manna. Mikil samkeppni ríkir milli einstaklinga af sömu tegund. Hver dúfa reynir að finna fleiri brauð- mola en hinar dúfurnar á torgum og göt- um.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=