Maður og náttúra
25 VISTFRÆÐI Stofnar og líffélög Allar lífverur af sömu tegund, sem lifa í sama vistkerfi, kallast einu nafni stofn . Þetta geta verið öll birkitré í skógi eða allar bleikjur í tilteknu stöðuvatni. Í hverju vistkerfi eru ávallt margar teg undir plantna, dýra, sveppa og örvera. Í sam einingu mynda þessar lífverur líffélag . Allar tegundir plantna sem vaxa á tilteknu svæði kallast gróðursamfélag . Þetta geta verið allar tegundir plantna í mýri. Dýrasamfélag er til dæmis allar tegundir fugla sem lifa á einni eyju. Tengsl lífvera Við getum lýst tengslum milli lífvera í vist kerfi með hjálp fæðukeðja. Einföld fæðukeðja gæti verið planta, sem lamb étur, og síðan étur tófa lambið. Í vistkerfum eru tengslin yfirleitt miklu flóknari en þetta. Það er til dæmis ekki bara sauðkindin sem étur plöntuna. Mús og hreindýr geta líka étið sömu tegund. Auk þess éta sauðkindin, músin og hreindýrið margar aðrar tegundir plantna. Refur étur líka bæði sauðkindur og mýs. Fæðukeðjurnar eru því yfirleitt ekki jafneinfaldar og við sýn um þær. Lýsa má tengslum plantna og dýra með flóknu neti fæðukeðja. Það net kallast fæðuvefur og er gert úr mörgum tengdum fæðukeðjum. Fæðuvefur er gerður úr mörgum fæðukeðjum. Alvar er mjög sérstakt gróðurlendi og hefur verið kallað kalkstein- sengi á íslensku.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=