Maður og náttúra
24 2.1 Klettur í hafinu – vist- kerfi með skýrum mörkum. Í umræðu um umhverfismál og í auglýsingum er oft talað um lífrænt ræktuð matvæli og fatnað úr lífrænt ræktaðri bómull. Orðið lífrænn merkir þá að viðkomandi vörur séu fram- leiddar á vistvænan hátt. Samspilið í náttúrunni Allar lífverur eru hver annarri háðar Vistfræði fjallar um tengslin milli lífvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Orðið vist merkir dvöl eða vera á einhverjum stað og vistfræði er fræðin um veru lífveranna í náttúrunni. Vistfræðin kennir okkur að í náttúrunni séu allir hlutir tengdir. Allar lífverur eru háðar hver annarri og þær eru þættir eða hlekkir í flóknu samspili. Ekki þarf nema einn lítill hluti að breytast í þessu kerfi til þess að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. Hvað er vistkerfi? Þegar við gerum vistfræðilegar rannsóknir verðum við að byrja á því að ákveða hvaða svæði við ætlum skoða. Það getur verið stöðuvatn, tún, eyja, skógarlundur eða miklu minna svæði, t.d. bara jarðvegurinn undir steini eða fiskabúr. Mestu máli skiptir að svæðið hafi skýr og greinileg mörk. Slíkt svæði kallast vistkerfi . Þegar vistfræðingar rannsaka vistkerfi kanna þeir alla þætti sem hafa áhrif á lífverurnar á viðkomandi svæði. Það gildir bæði um allt sem er lifandi og líka ýmsa lífvana þætti í umhverfinu. Lifandi hluti vistkerfis er allar lífverur sem þar þrífast, bæði plöntur, dýr, sveppir og örverur. Planta getur orðið fyrir áhrifum frá samkeppnis plöntum, frá skordýrum, sem dreifa frjókornunum, eða frá dýrum sem éta af henni. Tiltekið dýr getur einnig orðið fyrir áhrifum frá hættulegu rándýri eða af sníkjudýrum sem lifa í feldi þess. Þeir lífvana þættir, sem hafa áhrif á lífverurnar, eru til dæmis sólar ljós, vatn, hiti, vindur, gerð jarðvegs og berggrunnur. Í vatni skipta straumar og selta líka miklu máli fyrir þær lífverur sem lifa þar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=