Maður og náttúra

Vistfræði Líf við mismunandi skilyrði Allar plöntur og dýr gera sérstakar kröfur til þess umhverfis sem þær lifa í. Plönturnar kjósa hæfilega birtu og nægilegt vatn og réttan jarðveg. Stundum reyna þær að verjast því að verða étnar en á hinn bóginn er það þeim til hagsbóta að dýrin éti aldin þeirra og dreifi þannig fræjunum. Dýrin þurfa að finna æti við hæfi og skjól fyrir sig og unga sína. Milli lífvera ríkir stöðug samkeppni um bestu staðina, bæði hjá plöntum og dýrum. Vistfræðin fjallar um þau tengsl sem eru milli plantna og dýra og samspil þeirra og þess umhverfis sem þau hrærast í. 1 Nefndu nokkur dæmi sem staðfesta að plöntur og dýr eru háð hvert öðru og þeirri náttúru sem þau lifa í. 2 Þú hefur líklega heyrt talað um lífrænt ræktuð matvæli og fatnað úr lífrænt ræktuðum plöntum. Hvers konar vörur eru þetta? 2.1 Samspilið í náttúrunni 2.2 Skógar á Íslandi 2.3 Helstu gróðurlendi 2.4 Stöðuvötn 2.5 Hafið – stærsta vistkerfið 2.6 Ósnortin náttúra í hættu • að vistfræði fjallar um samspilið í náttúrunni • að dýr, plöntur, jarðvegur og fleiri þættir skapa í sameiningu vistkerfi • að plöntur og dýr hafa hvert sinn vistfræðilega sess • að lífverur og umhverfi þeirra breytast í sífellu 2 23 Tjaldurinn hefur langan gogg og er háfættur og það kemur sér vel þegar hann stiklar í eðju í fjörum í leit að smádýrum sem hann lifir á. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=