Maður og náttúra

21 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Orka sólar er beisluð í ljóstillífun • Ljóstillífunin, þetta mikilvæga ferli, fer eingöngu fram í frumum lífvera sem hafa blaðgrænu. Engar aðrar frumur ráða við þetta ferli. • Ljóstillífun er ferli þar sem plöntur beisla sólarorkuna og binda hana sem efnaorku í glúkósa. • Við ljóstillífun myndast glúkósi úr koltvíoxíði úr andrúmslofti og vatni úr umhverfinu. koltvíoxíð + vatn + sólarorka → glúkósi + súrefni • Plöntur geta notað orkuríkan glúkósa sem næringu í frumum sínum. Þær geta líka breytt honum í mjölva eða beðmi. Mjölvinn geymir orku og beðmið er byggingarefni. Plöntur geta líka búið til fituefni, prótín og vítamín. • Auk glúkósa myndast súrefni við ljóstillífunina. Á hundruðum milljóna ára hafa plöntur minnkað magn koltvíoxíðs í andrúmslofti og aukið magn súrefnis. • Koltvíoxíð og súrefni berast inn og út um loftaugun á laufblöðum plantna. Vatn og glúkósi eru flutt eftir æðum í stöngli og laufblöðum. • Plöntur þurfa líka nitur, fosfór og kalíum sem þær taka úr jarðvegi. Bruni losar orku úr læðingi • Allar frumur brenna glúkósa til þess að fá orku. Þetta kallast frumuöndun og er í reynd sama ferli og ljóstillífun, en gengur bara í gagnstæða átt. glúkósi + súrefni → koltvíoxíð + vatn + orka • Glúkósanum er sundrað með hjálp súrefnis. Efnaorkan losnar og um leið myndast koltvíoxíð og vatn. • Bruninn í frumunum fer fram við lágan hita. Að öðru leyti er bruninn sambærilegur við það sem á sér stað þegar við brennum eldiviði eða ökum bíl. Hringrásir efna og orkuflæði • Plöntur eru fremst í nánast öllum fæðukeðjum. Þær kallast frumframleiðendur þar eð þær geta búið til orkuríka fæðu með ljóstillífun sinni. • Plöntuætur éta plöntur og rándýr éta síðan plöntuæturnar. Þær lífverur, sem fá næringu sína úr öðrum lífverum, eru neytendur. Neytendur eru ófærir um að búa til lífræn efni og verða því að fá þau úr öðrum lífverum. • Sundrendur brjóta líkama dauðra lífvera niður í einföld efni sem plöntur þurfa til að vaxa og taka upp um ræturnar. • Í náttúrunni eru öll mikilvægustu efnin í hringrás. Efnin hverfa ekki heldur breytast í önnur efni sem ýmsar lífverur geta nýtt sér. • Orka streymir stöðugt frá sólinni og plöntur geta beislað hana. Þá binst hluti hennar sem efnaorka sem getur breyst í hreyfi- og varmaorku. • Að lokum hverfur varmaorka út í geiminn með geislun. Streymi orkunnar frá sólinni þarf að vera stöðugt til þess að viðhalda lífi á jörðinni. Tré byggir upp vefi sína með efnum úr lofti og vatni. Glúkósi getur orðið að beðmi í tré. 1.1 1.2 1.3 Orkan hverfur að lokum frá jörðinni sem varmi. Efnin eru í hringrás í náttúrunni. Orka losnar við bruna. SAMANTEKT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=