Maður og náttúra

20 Fæðupíramíðar Þegar við skoðum fæðupíramíða sjáum við að dýrunum fækkar með hverjum hjalla hans. Hver hjalli í fæðupíramíða svarar til eins hlekks í fæðukeðjunni. Vegna þess að 85% af orkunni „glatast“ milli hverra tveggja hlekkja í fæðukeðjunni verður sífellt minni orka í boði eftir því sem aftar kemur í keðjunni. Stærð hvers hjalla í píramíðanum samsvarar þeirri orku sem er í boði fyrir lífverur þess hjalla. Stærð hjallanna minnkar því um 85% í hvert sinn sem farið er upp um einn hjalla. 1 Hvaða lífverur eru fremst í öllum fæðukeðjum? 2 Nefndu dæmi um toppneytendur. 3 Á hverju lifa sundrendur? 4 Lýstu þeimmun sem er á frumframleiðanda og neytanda. 5 Búðu til fæðukeðju þar sem þú ert toppneytandinn. 6 Útskýrðu það að toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna. 7 Í safnhaugi myndast lítið magn af mold miðað við magn þess úrgangs sem settur var í hauginn. Hver er skýringin á því? 8 Lýstu nokkrummismunandi hringrásum kolefnis. 9 Setjum svo að þú borðir bara matvæli úr plönturíkinu og að það þurfi 100 fermetra af ræktuðu landi til þess að uppfylla þarfir þínar. Gerum svo ráð fyrir því að þú breytir um lífsstíl og borðir bara kjöt af dýrum sem éta plöntur. Hversu mikið land þyrfti nú til þess að uppfylla þarfir þínar, á að giska? 1000 kg af frumframleiðendum, sem nægja fyrir 150 kg af fyrsta stigs neytendum, sem nægja fyrir 22 kg af annars stigs neytendum, sem nægja fyrir 4 kg af toppneytendum Fæðupíramíði leiðir í ljós að orka í fæðukeðjunni minnkar eftir því sem ofar dregur og jafnframt fækkar lífverum. LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI SJÁLFSPRÓF ÚR 1.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=