Maður og náttúra
18 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Orkan flæðir og breytist úr einni mynd í aðrar Mörg efni fara eftir hringrásum í náttúrunni. En orkan, sem er bundin í efnunum, nýtist ekki endilega aftur og aftur. Við getum hvorki skapað orku né eytt henni, en hún breytist úr einni mynd í aðra. Við ljóstillífun breytist ljósorka í efnaorku sem binst í glúkósa. Við bruna losnar orkan úr glúkósanum og breytist í hreyfi - og varmaorku . Fyrr eða síðar breytist öll orkan í varmaorku. Varmi losnar þegar dýr hreyfa sig og hann losnar líka þegar sundrendur brjóta niður lífrænar leifar. Safnhaugur getur verið heitur á köldum vetrardegi. Bensínmótor hitnar þegar hann gengur og okkur hlýnar þegar við hlaupum. Það er erfitt að endurnota varmaorkuna. Hún dreifist um umhverfið og losnar að lokum út í geiminn. Ný orka frá sólinni verður stöðugt að berast til jarðar og bæta upp þá orku sem jörðin missir frá sér. Orkan frá sólinni breytist smám saman í varmaorku sem jörðin geislar frá sér út í geiminn á ný. Við segjum að orkan flæði um náttúruna. Orka sólar, sem plöntur beisla við ljóstillífun, umbreytist í hreyfi- og varmaorku í hestinum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=