Maður og náttúra
Kolefni er í eilífri hringrás Frumefnið kolefni er nauðsynlegt fyrir allt líf. Frumeindir kolefnis eru í öllum plöntum og dýrum. Kolefnisfrumeindir eru líka í formi koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og einnig í kolum, olíu og gasi djúpt í jarðlögum. Kolefnisfrumeindirnar fara sífellt úr einu forminu í annað í ýmsum hringrásum. Sumar hringrásirnar taka skamman tíma en aðrar geta varað í hundruð milljónir ára. Tvennt kemur ávallt við sögu í þessum hringrásum: ljóstillífun og bruni. Við ljóstillífun plantna er koltvíoxíð tekið úr andrúms loftinu og um leið myndast súrefni. Súrefni er notað við brunann og um leið myndast koltvíoxíð. Hringnum lokað á einum sólarhring Stundum tekur hringrás kolefnisins mjög skamman tíma. Byggplanta, sem vex á akri bóndans, bindur á hverjum degi kolefnisfrumeindir úr andrúmsloftinu við ljóstillífun sína. Um leið brennir plantan hluta af þeim glúkósa sem hún hefur framleitt til þess að fá orku, hún andar. Þá losnar lítill hluti kolefnisins aftur út í andrúmsloftið, á sama degi og það var bundið í ljóstillífuninni. Plantan lætur líka frá sér koltvíoxíð á nóttunni. Þá er hlé á ljóstillífuninni meðan plöntufrumurnar anda. Kolefnið fer fram og til baka á einum sólarhring – hringrásin gengur mjög hratt fyrir sig. 1 dagur 1 ár 100 ár 100 milljón ár Í BRENNIDEPLI Kolefnisfrumeindirnar, sem bundust við ljóstillífunina, haldast mislengi bundnar í sameindunum. Sumar kolefnisfrumeindir losna sem koltvíoxíð strax eftir einn dag en aðrar kannski ekki fyrr en eftir rúmlega þrjú hundruð milljónir ára.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=