Maður og náttúra
15 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Hringrásir efna Plöntur og dýr, sem komast hjá því að verða étin, drepast fyrr eða síðar úr sjúkdómi, sulti eða bara úr elli. Þá nýtist líkami þeirra öðrum hópi í fæðukeðjunni. Í honum eru bakteríur og sveppir og þessi hópur lífvera kallast sundrendur eða rotverur. Ýmsar aðrar lífverur, svo sem ormar, skordýr og önnur smádýr fá næringu sína líka úr dauðum plöntum og dýrum og leifum þeirra. Við næringarnám sundrenda brotna líkamar dauðu dýranna og plantnanna niður í einföld efni. Þetta tryggir að þessi efni verða áfram í umferð í náttúrunni. Ýmis mikilvæg efni eru í stöðugri hringrás í líf keðjunni. Hefur þú komið til tunglsins? Líkami þinn er að mestu leyti byggður upp af kolefnissamböndum sem eru úr þremur frumefnum: kolefni, súrefni og vetni. Frumefnin hafa verið til í milljónir ára og hafa allan þann tíma verið í hinni eilífu hringrás lífheimsins. Nú telja vísindamenn að frumefnin á jörðinni hafi myndast í stjörnum sem sprungu löngu áður en jörð og sól urðu til. Fæst frumefni geta eyðst og þau eru í raun„eilíf“. Þess vegna er hugsanlegt að einhverjar frumeindir í líkama þínum hafi einhvern tíma verið hluti af þekktu fólki eða komið við sögu í stóratburðum fyrr á öldum. Örlítill hluti af þér hefur ef til vill verið viðstaddur krossfestingu Jesú eða skroppið með tunglförunum til tunglsins. Frum- framleiðandi Sundrendur Neytandi Efnin eru í sífelldri hringrás í náttúrunni. LÍF Í ÞRÓUN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=