Maður og náttúra

14 Hringrásir efna og orkuflæði Jafnvægi milli súrefnis og koltvíoxíðs Milli plantna og dýra ríkir stöðugt samspil. Plönturnar búa til fæðu sem dýrin éta og þær láta frá sér súrefni sem dýrin anda að sér. Þegar dýrin brenna fæðunni myndast koltvíoxíð sem þau anda frá sér. Plönturnar taka það svo upp og nota við ljóstillífun sína á ný. Þessi hringrás efna milli ljóstillífunar og bruna veldur því að jafnvægi ríkir í andrúmsloftinu milli súrefnis og kol­ tvíoxíðs. Frumframleiðendur og neytendur mynda fæðukeðjur Plöntur framleiða næringu (fæðu) með ljóstillífun sinni og kallast frumframleiðendur . Dýrin éta aftur á móti plönturnar og kallast neytendur . Frumframleiðendur og neytendur mynda í samein­ ingu keðju þar sem bæði efni og orka flytjast frá einni líf­ veru til annarrar. Keðja af þessu tagi heitir fæðukeðja . Í öllum fæðukeðjum eru plöntur fremst, frumframleiðendur. Dýr, sem éta plöntur, eru fyrsta stigs neytendur. Rándýr, sem éta plöntu­ ætur, eru annars stigs neytendur eða kjötætur. Aftast í fæðukeðjunni eru síðan dýr sem eiga sér enga óvini, sem merkir að ekkert dýr étur þau. Þau kallast topp­ neytendur og eru oftast rándýr. Við menn erum dæmigerðir toppneytendur, líkt og ljónin á sléttum Afríku. 1.3 Plönturnar mynda súrefni sem við þurfum á að halda við bruna í frumunum. Við hann myndast koltvíoxíð sem nýtist við ljóstillífunina. Fæðukeðja frá plöntusvifi til manns. Frumframleiðendur (plöntur) Fyrsta stigs neytandi Annars stigs neytandi Toppneytandi KOLTVÍOXÍÐ SÚREFNI Þriðja stigs neytandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=