Maður og náttúra
Maður og náttúra er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf náttúrunnar. Þetta efni er ætlað efstu bekkjum grunnskóla. Maður og náttúra er í fimm köflum. Í upphafi er fjallað um ljóstillífun og bruna og vakin athygli á hvernig grænar plöntur skapa skilyrði fyrir allar aðrar lífverur á jörðinni. Síðan er umfjöllun um vistfæði þar sem lýst er tengslum milli mismunandi lífvera og milli lífvera og umhverfis þeirra. Í þriðja kafla er lýst hvernig umræður um umhverfismál hafa þróast frá staðbundnum vandamálum yfir í hnattræn og lögð áhersla á að allir geta lagt sitt af mörkum í þeim efnum. Þá tekur við kynning á erfðafræði þar sem nokkur hugtök eru útskýrð, fjallað um frumuskiptingu og lýst hvernig erfðaupplýsingar berast frá kynslóð til kynslóðar. Lokakafli bókarinnar fjallar um þróun lífs á jörðinni. Kennarabók og verkefnablöð fylgja efninu. 40106
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=