Maður og náttúra

13 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Sólarorka í timbri og bensíni Ef við kveikjum í viðarkubbi stafar varma frá honum. Orkan, sem losnar við brunann, kemur úr beðminu í viðnum. Beðmið myndaðist á sínum tíma úr glúkósa sem varð til við ljóstillífun í laufblöðum trésins. Varminn frá eldinum er því upphaflega kominn frá sólargeislum sem voru beislaðir við ljóstillífun í trénu, ef til vill fyrir heilli öld. Bensín er unnið úr jarðolíu sem myndaðist fyrir hundruðum milljóna ára úr leifum plantna og dýra. Þegar við setjum bílinn í gang brennir hann bensíni og orkan, sem barst til jarðar með geislum sólar fyrir hundruðum milljóna ára, losnar og knýr hann áfram. Um leið losnar út í andrúms­ loftið það koltvíoxíð sem hefur verið bundið í olíunni allan þennan langa tíma. 1 Hvað heitir sá bruni sem fer fram í frumum lífvera? 2 Er bruninn svipaður í frumum plantna og dýra? 3 Hvaða efni þurfa frumurnar að fá til þess að geta brennt glúkósa? 4 Við hvaða hitastig brennur glúkósinn yfirleitt í frumum okkar? 5 Hvaða efni verður til úr kolefnisfrumeindum í glúkósa þegar hann brennur? 6 Til hvers nýtist orkan sem losnar úr læðingi við brunann? 7 Lýstu þeimmun sem er á fæðuöflun plantna og dýra. 8 Hvaðan er orkan komin sem losnar úr bensíninu og knýr bíla áfram? Því hefur verið haldið fram að þar semmörg pottablóm eru höfð í svefnherbergi verði meira súrefni í loftinu. Útskýrðu hvers vegna þessi fullyrðing getur ekki staðist nema að hluta. Sólarorka er bundin í beðmi í timbri. Þegar við brennum timbur getum við aftur notið orkunnar í formi ljóss og varma. SJÁLFSPRÓF ÚR 1.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=