Maður og náttúra

143 ÞRÓUN LÍFSINS SAMANTEKT Fiskar með sterklegum uggum og einföldum lungum. Frumfuglinn er kominn af skriðdýrum. Við og forverar okkar. Hellamálverk. Lífverur nema land • Fyrstu dýr jarðar voru hryggleysingjar. Mörg þeirra höfðu um sig harða skel og ummerki um þau finnast nú í jarðlögum sem steingervingar. Fyrstu hryggdýrin voru kjálkalausir fiskar með stoðgrind úr brjóski. • Af beinfiskum með sterklega ugga og einföld lungu þróuðust froskdýr sem lifðu á þurru landi. • Aðstæður voru allt aðrar á landi en í vatni og aðlögun lífvera að þurru umhverfi kemur meðal annars fram í því að þær geta lifað og fjölgað sér án þess að vera í stöðugri nánd við vatn. • Af froskdýrum þróuðust skriðdýr með innri frjóvgun og þau verptu eggjum með skurn sem kom í veg fyrir ofþornun þeirra. • Plöntur með rótum og æðum fjölguðu sér með gróum eða fræjum og lifðu á þurru landi. • Risaeðlur voru sérstakur hópur skriðdýra og fuglar eru líka komnir af skriðdýrum. Risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu fyrir um 65 milljónum ára í miklum hamförum þar sem mikill fjöldi lífvera dó út. Við brotthvarf risaeðlanna skapaðist rými fyrir spendýrin. • Maðurinn og aðrir mannapar eru í þeim hópi spendýra sem kallast prímatar. Uppruni manna • Maðurinn er náskyldur simpönsum og górillum. Fyrstu mannverurnar lifðu í skógum Afríku fyrir um sjö milljónum ára. Þekktastir þessara forvera mannsins eru þeir sem kallast sunnapar ( Australopithecus ). • Elstu steingervingar, sem hafa fundist af mönnum af okkar ættkvísl, Homo , eru 2,4 milljóna ára gamlir. • Sá frummaður, sem fór fyrstur út úr Afríku, var reismaðurinn. Síðar kom önnur manntegund fram í Evrópu, neanderdalsmaðurinn. • Nútímamaðurinn, hinn vitiborni maður ( Homo sapiens) , eins og hann heitir fullu nafni á máli vísindanna), kom fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir um 200 000 árum. • Hinn vitiborni maður dreifðist um alla jörð frá Afríku. • Þótt menn séu mismunandi í útliti eigum við fleira sameiginlegt en það sem skilur okkur að. Við erum öll af einni og sömu tegundinni. Sá munur, sem er á útliti manna, er fyrst og fremst kominn til vegna aðlögunar að mismunandi umhverfi. 5.3 5.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=