Maður og náttúra

142 ÞRÓUN LÍFSINS SAMANTEKT Fornleifafræðingar leita steingervinga. Náttúruval. Jörðin var glóandi í fyrstu. Blábakteríur mynduðu súrefni. Aðlögun að umhverfi sínu. Þróunin • Steingervingar eru ummerki dauðra dýra og plantna. Steingervingar í jarðlögum frá ýmsum tímum leiða í ljós hvernig lífverur hafa þróast í rás tímans. • Á 19. öld setti Charles Darwin fram hugmyndir sínar þess efnis að lífið hafi þróast og drifkraftur þróunarinnar sé val sem fer fram í náttúrunni, náttúruvalið. • Þróun, sem náttúruvalið kallar fram, byggist á því að lífverur eignast mörg afkvæmi. Sum þeirra lifa ekki af eða eignast ekki afkvæmi. Þau afkvæmi, sem eru best löguð að umhverfi sínu, spjara sig best og gen þeirra erfast til næstu kynslóðar. • Nýir eiginleikar geta komið fram við breytingar á erfðaefninu, breytingar sem kallast stökkbreytingar. • Þegar svo miklar breytingar hafa orðið að lífverur, sem áður tilheyrðu einni og sömu tegund, eru ófærar um að eignast saman frjó afkvæmi hefur ný tegund orðið til. • Þróun lífvera og aðlögun þeirra að mismunandi umhverfi hefur í aldanna rás kallað fram mikla líffræðilega fjölbreytni. • Þekking manna á þróun lífvera gerir okkur kleift að setja upp þróunartré sem sýnir skyldleika plantna og dýra. • Menn geta sýnt fram á skyldleika lífvera með því að rekja sameiginleg einkenni í útliti þeirra, rekja ættir núlifandi tegunda til steingervinga eða með því að bera saman erfðaefni þeirra. • Sumar lífverur geta verið býsna líkar í útliti en þó verið mjög fjarskyldar. Svipaðir eiginleikar slíkra tegunda hafa þá komið til við aðlögun að svipuðu umhverfi. Upphaf lífsins • Alheimurinn varð til við miklahvell sem átti sér stað fyrir um 14 milljörðum ára. Þá urðu til einföld frumefni og úr þeim mynduðust fyrstu stjörnurnar. • Sú sólstjarna, sem er næst okkur, er sólin og hún varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára og jörðin varð til á sama tíma. • Í upphafi var jörðin heitur og bráðinn efnismassi. Þegar hún kólnaði urðu höfin til. Efnin í frumlofthjúpi jarðar gátu með tíð og tíma myndað DNA-sameindir og prótín – byggingareiningar lífvera. • Elstu ummerki lífvera á jörðinni eru 3,5 til 4,0 milljarða ára gömul. Fyrstu lífverurnar voru líklega mjög einfaldar frumur. • Blábakteríur gátu ljóstillífað og smám saman safnaðist súrefni fyrir í höfunum og í lofthjúpnum. Súrefnið gerði frumunum kleift að vinna meiri orku úr fæðu með bruna en áður var hægt. • Súrefnið myndaði líka lag úr ósoni í lofthjúpnum sem verndar lífverur gegn skaðlegri geislun. • Einfruma lífverur, sem mynduðu stór og mikil sambú, eru forverar fjölfruma plantna og dýra. 5.1 5.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=