Maður og náttúra

141 ÞRÓUN LÍFSINS Í útrás frá Afríku Menn af ættkvíslinni Homo lögðust mörgum sinnum í útrás frá Afríku á síðustu tveimur milljónum ára. Í Asíu og Evrópu hafa fundist bein þessara frummanna og talið er að þau séu af þróunarlínum manna sem enduðu þar, þeir dóu út. Sú útrásarbylgja, sem leiddi til þess að nútímamað- urinn kom fram, hófst líklega fyrir um 50 000 árum. Hinn vitiborni maður kom til Vestur-Evrópu fyrir um 30 000 árum og er það afsprengi mannsins kallað kró- magnonmaður . Um skeið var hann samtíðarmaður neanderdalsmannsins, en einhverra hluta vegna dó sá síðarnefndi út eða honum var útrýmt eftir nokkurra þúsunda ára sögu. Krómagnonmaðurinn var flinkur verkfæra- smiður og eftir hann liggja jafnframt frábærlega vel gerð hellamálverk. Nútímaðurinn tók sér bólfestu nánast á sama tíma í Evrópu, Ástralíu og Suðaustur-Asíu og á Nýju-Gíneu. Fyrir um það bil 20 000 árum hafði hann lagt undir sig bæði Norður- og Suður-Ameríku. Fjölbreytni og sameiginleg einkenni Fólk, sem byggir nú jörðina, er mismunandi í útliti. En sameiginleg ein- kenni eru mjög mörg og þau vega þyngra en það sem greinir fólk að. Sá munur, sem er á útliti manna, er fyrst og fremst til kominn vegna að- lögunar að mismunandi aðstæðum. Húðlitur manna er til dæmis dekkri þar sem mikilvægt er að verjast mikilli sól. Ljóst litaraft er hins vegar aðlögun sem veldur því að húðin getur myndað D-vítamín fyrir tilstilli sólargeisla. 1 Hvaða núlífandi dýr eru nánustu ættingjar mannsins? 2 Hvar hafa menn fundið elstu leifar frummanna? 3 Hvert er vísindaheiti nútímamannsins? 4 Hversu gömul er tegund okkar, að því að talið er? 5 Hvaða frummaður var það sem talið er að hafi fyrst farið út fyrir Afríku? 6 Teiknaðu tímaás, merktu hina ýmsu frummenn inn á hann og nefndu helstu einkenni þeirra. 7 Allir menn eru af sömu tegund og eru erfðafræðilega mjög líkir. Hvernig skýra menn þann mun sem er á fólki í mismunandi heimshlutum og hvað skýrir þau sameiginlegu einkenni sem allir menn búa yfir? Erfðafræðilegur munur á simpönsum og mönnum er afar lítill. Skýrðu það út hvers vegna þessi smávægilegi munur hefur samt sem áður mjög mikla þýðingu. Hellamálverk eftir menn sem voru uppi fyrir um tíu þúsund árum. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=