Maður og náttúra
140 Enginn veit nákvæmlega hvernig þróun mannsins og ættingja hans hefur verið. Þessi mynd er byggð á beinum sem hafa fundist í ýmsum heimshlutum, en þó einkum í Afríku. Þróun hins vitiborna manns í Afríku Elstu steingervingar af nútímamanninum, Homo sapiens, eru um 200 þúsund ára gamlir eða eldri. Hann kom fram í Afríku og er kominn af reismanni, Homo erectus. Það er líka hugsanlegt að bæði reismaðurinn og nútímamaðurinn séu komnir af sam- eiginlegum forföður. Rannsóknir á erfðaefni okkar hafa leitt í ljós að allir núlif- andi menn eru komnir af einni formóður sem lifði í Afríku ein- hvern tíma fyrir 150 000 til 200 000 árum. Helsti munur á þeirri tegund, sem við tilheyrum, og for- feðrum okkar er sá að heilabú okkar er talsvert stærra en hinna. Þetta hefur það í för með sér að höfuðið hlýtur að vaxa áfram eftir fæðingu. Börnin þurfa því lengri tíma með foreldrum sín- um áður en þau verða sjálfbjarga og það gefur færi á að flytja reynslu og þekkingu frá kynslóð til kynslóðar. Frummaðurinn lifði líklega á ýmiss konar plöntum og hræj- um dýra en síðustu 50 000 árin hefur hann líklega líka getað veitt sér til matar. Stundum urðu veiðarnar svo miklar að hann útrýmdi mörgum tegundum dýra. Flóresarmaðurinn – Homo floresiensis Á eyjunni Flóres í Indónesíu hafa menn fundið beinagrind af mannveru sem var tæpur metri á hæð. Sumir vilja telja þessar mannverur til sérstakrar tegundar, Homo floresiensis , sem uppi var þar til fyrir um 12 000 árum og var því samtíða okkar eigin tegund. Dvergvöxturinn var ef til vill aðlögun að því að æti var af skornum skammti á þessari einangruðu eyju. Flóresarmenn lifðu meðal annars á dvergfílum. Forfeður þeirra hafa líklega komist til þessarar afskekktu eyjar á einhvers konar farkosti og menn hafa undrast að svo forn ættingi mannsins hafi búið yfir þeirri kunnáttu og færni sem til þess hefur þurft. RANNSÓKNIR Milljónir ára fyrir nútíma 0 1 2 3 4 Paranthropus boisei (hjámaður) Australopithecus afarensis (Lúsí), sunnapi Homo habilis , hæfimaður Australopithecus africanus (Afríkusunnapi) Homo ergaster (verkmaður) Homo erectus , reismaður Homo neanderthalensis , neanderdalsmaður Homo floresiensis , flórensmaður Homo sapiens , hinn vitiborni maður
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=