Maður og náttúra

139 ÞRÓUN LÍFSINS Ættkvísl hins vitiborna manns kemur fram Elstu steingervingar af lífveru af okkar eigin ættkvísl, hinum vitiborna manni, Homo , eru um 2,4 milljóna ára gamlir. Þeir eru af öðrum frum- manni sem nefndur er hæfimaður , Homo habilis . Hann var hugsanlega fyrsti frummaðurinn sem kunni að nota verkfæri . Verkfærin voru yfirleitt steinar sem voru höggnir til á sérstakan hátt þannig að á þá fékkst hvöss egg, líkt og á hnífi. Með þeim gátu þessir forfeður manna skorið kjöt af dýrum og brotið bein til þess að ná mergnum. Frummenn gátu nýtt sér prótínríka fæðu í ríkari mæli en forfeður þeirra og talið er að það hafi stuðlað að frekari stækk- un heilans . Stærra heilabú stuðlaði svo að þróun samstarfs við veiðar og kom sér einnig vel í samkeppni við önnur rándýr. Reismaður , Homo erectus Hinn vitiborni maður , Homo sapiens Reismaðurinn yfirgefur Afríku Fyrir um 1,6 milljónum ára kom reismaðurinn , Homo erectus , fram á sjónarsviðið í Afríku. Heilinn var tvöfalt stærri en í simpansa en þó talsvert minni en í nútímamönnum. Reismaðurinn smíðaði ýmiss konar verkfæri og kunni að kveikja eld . Reismaðurinn var fyrstur ættingja okkar til þess að flytja frá Afríku . Steingervingar af honum hafa fundist bæði í Asíu og Evrópu. Reismaðurinn þróaðist á mismunandi vegu í hinum ýmsu heims- hlutum. Í Evrópu kom neanderdalsmaðurinn fram fyrir um 400 000 árum. Þetta var á einni af ísöld- unum og hann átti auðvelt með að laga sig að köldu loftslaginu. Nei, þessir hittust aldrei, en steingervingar af þeim benda til sameiginlegrar fortíðar. Kannski hjá einhverjum af ættingjum Lúsíar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=