Maður og náttúra

5.4 138 Uppruni manna Nánustu ættingjar okkar Menn eru prímatar og simpansar og górillur eru nánustu ættingjar okkar. Við tilheyrum ætt mannapa og höfum hlutfallslega stóran heila miðað við líkamsstærð. Annað sameiginlegt einkenni okkar og mannapa er flókin félagsgerð. Rannsóknir á DNA-sameindum hafa leitt í ljós að 99% af erfðaefni okkar og simpansa eru eins. Við og simpansar erum komin af sameigin- legum forföður. Vísindamenn leita stöðugt steingervinga til að tengja saman óviss skeið í forsögu okkar. Nýlega hafa fundist steingervingar í Afríku sem sýna fram á það að þegar fyrir um sjö milljónum ára lifðu þar lífverur sem líktust öpum og gengu uppréttar. Þær lifðu á skógi vöxnum svæðum. Púsluspil með mörgum bitum Menn eru talsvert langt frá því að hafa raðað saman púsluspilinu um uppruna mannsins. Steingerð bein og ummerki, sem sýna mannlegar athafnir, finnast og gefa stöðugt nýjar vísbendingar. Menn hafa fundið steingervinga af um það bil 20 tegundum frummanna sem eru líkari mönnum en simpönsum. Margar þessara lífvera voru uppi á sama tíma. Nú eru þær allar horfnar af sjónarsviðinu. Ein þessara lífvera hefur vakið meiri eftirtekt en aðrar. Hún lifði í Afríku þar sem Tansanía er nú. Þar fannst beinagrind af frummanni sem var uppi fyrir 3,5 milljónum ára. Þessi lífvera, sem fékk gælunafnið Lúsí , var um metri á hæð. Lúsí tilheyrir hópi frummanna sem hafa skilið eftir sig spor á mörgum stöðum í Afríku. Þessi hóp- ur frummanna var af ættkvísl sem kallast sunnapar ( Australopithtecus ). Okkar ættkvísl, maður, Homo , er lík- lega komin af einhverri tegund sun- napanna. Það er álíka erfitt að átta sig á uppruna manna og að raða saman púsluspili þar sem suma bitana vantar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=