Maður og náttúra
12 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Rúsínur gefa fyrr orku en kartöflur Frumurnar nota orkuna sem losnar við brunann við ýmiss konar starf semi sem fer fram í þeim. Vöðvafrumur þurfa til dæmis orku til þess að hreyfa líkamann. Fæðutegundir, sem eru auðugar að glúkósa, til dæmis rúsínur, láta fljótt frá sér orku. Maður verður eldsprækur og hress nán ast strax eftir að hafa borðað þær. En matvæli, sem innihalda mikið af mjölva , til dæmis kartöflur og brauð, gefa líka orku. Hún losnar hins vegar ekki jafn fljótt úr læðingi og úr rúsínunum og orkan skilar sér því seinna til líkamans. Þetta stafar af því að fyrst þurfa frumurnar að klippa niður langar mjölvakeðjurnar áður en þær geta brennt glúkósanum og fengið þannig orkuna. Allur bruni krefst súrefnis Bruninn, sem fer fram í frumum lífvera, líkist ekki þeim bruna sem við sjáum í snarkandi arineldi. Í frumum okkar eiga sér stað kyrrlát efnahvörf þar sem hitastigið er nálægt 37 gráðum. En niður staðan verður í reynd hin sama – orkan losnar úr læðingi og koltvíoxíð og vatn myndast. Í logandi eldi hverfur koltvíoxíðið og vatnið með reyknum. Hjá okkur og öðrum dýrum hverfa sömu efni úr líkamanum með loftinu sem við öndum frá okkur. Bruni krefst alltaf súrefnis hvernig sem hann fer fram. Logandi eldur, sem fær ekki súrefni, kafnar fljótt. Það sama gildir um frumurnar. Bruninn stöðvast ef þær fá ekki nægilegt súrefni. Þá hætta frumurnar að starfa vegna þess að þær geta ekki losað orkuna úr glúkósanum. Þegar sólin baðar laufblöðin geislum sínum myndast í þeim glúkósi sem safnast svo fyrir í þrúgunum (vínberjunum). Ef við þurrkum þrúgurnar fáum við rúsínur. Þegar við borðum rúsínur brennum við glúkósanum í þeim og fáum orkuna úr honum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=