Maður og náttúra
Frumlífsöld Þeir fáu steingervingar, sem fundist hafa frá þessum tíma, benda til þess að lífríkið hafi þá verið orðið talsvert fjölskrúðugt. Margar lífverur þessa tíma dóu út í einhverjum atburðanna þar sem fjöldaaldauði varð. Kambríum f yrir 540–490 milljónum ára : Fyrsta tímabil fornlífsaldar . Fjölskrúðugt líf í höfunum, meðal annars liðdýr, svampdýr, ormar, sniglar og skrápdýr. Ordóvisíum fyrir 490–440 milljónum ára : Fjölbreytni sjávarlífvera eykst stöðugt. Fáeinar plöntur og liðdýr hafa numið land. Silúr fyrir 440–415 milljónum ára: Í höfunum lifðu risavaxnir sæsporðdrekar og fyrstu fiskarnir með kjálka komu fram. Æðplöntur taka að þróast á landi. Devon fyrir 415–360 milljónum ára: Öld fiskanna. Fyrstu froskdýrin lifa á landi og skordýr koma fram. Kol fyrir 360–300 milljónum ára: Miklir fenjaskógar með byrkningatrjám á landi og froskdýr eru áberandi. Fyrstu fræplöntur og skriðdýr koma fram. Perm fyrir 300–250 milljónum ára: Skriðdýrin koma fram á landi. Stór hluti dýrategunda deyr út í miklum hamförum í lok tímabilsins. Trías fyrir 250–200 milljónum ára: Miðlífsöld jarðar hefst . Skriðdýrin ríkja. Barrtré og köngulpálmar vaxa og fyrstu spendýr koma fram. Júra fyrir 200–145 milljónum ára: Öld risaeðlanna. Fuglar þróast af þeim. Krít fyrir 145–65 milljónum ára: Fyrstu blómplönturnar koma fram og með þeim fjöldi skordýra sem frævar þær. Risaeðlur deyja út í lok tímabilsins. Tertíer fyrir 65–2 milljónum ára: Nýlífsöld jarðar hefst . Þróun fugla og spendýra er hröð og tegundaauðgi er mikil. Forfeður manna koma fram. Kvarter fyrir 2 milljónum ára til nútíma: Maðurinn dreifist um alla jörð. Ísaldir og hlýskeið skiptast á. Fyrir 100 milljónum ára Fyrir 50 milljónum ára Fyrir 2 milljónum ára 137 Frá miklahvelli til mannsins Fyrir 4,6 milljörðum ára kviknaði sólin okkar í stjörnuþokunni vetrarbrautinni. Jörðin varð til á nánast sama tíma. Þegar hún kólnaði gat lífið kviknað. Fyrstu lífverur jarðarinnar hafa skilið eftir sig afar fá ummerki. Þegar frá leið fjölgaði lífverum og þær urðu æ fjölskrúðugri. Steingervingar í jarðlögum gera okkur kleift að lesa sögu lífsins. Sögu lífs á jörðinni er oft skipt í fjórar jarðsögualdir: frumlífsöld , fornlífsöld , miðlífsöld og nýlífs- öld . Þær skiptast svo aftur í styttri tímabil. KRÍT TERTÍER KVARTER ÍSALDIR OG HLÝSKEIÐ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=