Maður og náttúra

135 ÞRÓUN LÍFSINS Prímatar – nánustu ættingjar mannsins Maðurinn er kominn af hópi spendýra sem kom fram á sjónarsviðið fyrir um 65 milljónum ára. Þetta voru prímatar, öðru nafni fremdardýr. Fyrstu prím‑at- arnir voru að líkindum smá og náttförul dýr sem lifðu í trjám. Margir prímatar nútímans lifa í trjám og sumir hafa sérstæða eiginleika sem maðurinn býr líka yfir. Einn þessara eiginleika er að augun vita fram og það gefur þessum dýrum skýra dýptarsjón þannig að þau skynja fjarlægðir mjög vel. Annar eiginleiki þeirra er að þau hafa hendur með fjóra fingur sem grípa á móti þumalfingrinum. Þetta veldur því að þeir hafa mjög nákvæmt grip . Nánustu, núlifandi ættingjar mannsins eru simpansar, górillur og órangút- anar. Nokkru fjarskyldari okkur eru gibbonapar. 1 Hvaða hryggdýr voru fyrst til þess að nema land? 2 Hvaða núlifandi dýr eru skyldust risaeðlunum? 3 Hvaða hópur dýra þróaðist mjög hratt eftir að risaeðlurnar dóu út? 4 Nefndu nokkur dæmi um það hvernig plöntur og dýr hafa lagað sig að lífi á landi. 5 Af hverju dregur kolatímabilið nafn sitt? 6 Gerðu grein fyrir fjöldaaldauðanum sem varð á jörðinni fyrir um 65 milljónum ára. 7 Útskýrðu það að pokadýr og strútfuglar lifa bæði í Ástralíu og Suður-Ameríku. Hvers vegna varð þróun spendýra mjög hæg í fyrstu og hvers vegna hafa þau spjarað sig svo vel í mismunandi umhverfi sem raun ber vitni? SJÁLFSPRÓF ÚR 5.3 Milljónir ára fyrir nútíma Nútími 10 20 30 40 50 60 Vofuapar Köngurapar Kollapar Apar Austurapar Rófulausir apar Gibbonapar Órangútan Górilla Simpansi Maður Forapar (hálfapar) Apar Vesturapar Griprófuapar Prímatar eru mjög fjölbreyttur hópur, allt frá foröpum til mannapa. Mannaparnir eru rófulausir og líkjast mönnum mest. Mannaparnir skiptast í marga og ólíka hópa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=