Maður og náttúra

134 ÞRÓUN LÍFSINS Út frá steingervingum, rannsóknum á erfðaefni (DNA) og sameiginlegum einkennum í líkamsgerð hafa menn reynt að draga upp mynd af þróun hryggdýranna. Fyrstu spendýrin voru agnarsmá og líktust helst snjáldrum. Þegar risaeðlurnar hurfu skapaðist lífsrými fyrir spendýrin og í kjölfarið varð mikil og ör þróun hjá þeim sem lagði grunninn að þeirri fjölbreytni sem við sjáum nú. mjólk egg/fósturhimnur fætur sterklegir uggar sundmagi/ lungu kjálkar hryggur höfuð heili egg/fósturhimnur fætur sterklegir uggar sundmagi/ lungu kjálkar hryggur höfuð heili fætur sterklegir uggar sundmagi/ einföld lungu kjálkar hryggur höfuð heili sterklegir uggar sundmagi/ einföld lungu kjálkar hryggur höfuð heili sundmagi/ einföld lungu kjálkar hryggur höfuð heili kjálkar hryggur höfuð heili hryggur höfuð heili höfuð heili heili Upphaf spendýra Spendýrin þróuðust af frumstæðum skriðdýrum fyrir rúmlega 200 milljónum ára. Þetta voru ör- smá dýr sem líkjast einna helst snjáldrum nú- tímans og voru einkum á kreiki á nóttunni og veiddu aðallega skordýr til matar. Talið er að sum þeirra að minnsta kosti hafi klifrað í trjám. Í fyrstu stóðu spendýrin í skugga risaeðlanna og gátu ekki keppt við þær um æti og lífsrými. En þegar risaeðlurnar dóu út blómstruðu smávöxnu spendýrin og þau nýttu sér nýfengið svigrúm til fulls. Spendýrin löguðu sig að margvíslegu og mjög breytilegu umhverfi á landi og í höf- unum. Þau voru jafnheit dýr og gátu því haldið líkamshitanum jöfnum þótt hitinn í umhverfinu sveiflaðist. Þetta gerði þeim kleift að lifa við mjög mismunandi lífsskilyrði í náttúrunni. Það er sameinkenni spendýra að þau næra unga sína á mjólk . Spendýrin eru auk þess yfirleitt félagslynd og þau bera gjarnan meiri umhyggju fyrir afkvæmum sínum en flest önnur dýr og af- kvæmin fylgja móður sinni eða hópnum lengur en títt er hjá öðrum dýrum. Þetta verður til þess að afkvæmin fá langan tíma til þess að læra af hinum fullorðnu. Möttuldýr Tálknmunnar Slímálar Steinsugur Brjóskfiskar Beinfiskar Holduggar Froskdýr Skriðdýr Spendýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=