Maður og náttúra

ÞRÓUN LÍFSINS Grænu og rauðu súlurnar sýna fjölda dýraætta og munurinn á þeim sýnir fækkun dýraætta í tengslum við fjöldaaldauða í jarðsögunni. Risaeðlur og fuglar Risaeðlurnar voru hópur landhryggdýra sem áttu blómaskeið sitt fyrir um 210 milljónum ára. Margar risaeðlanna voru plöntuætur en aðrar voru ráneðlur. Litlu síðar tóku fyrstu frumfuglarnir sig á loft. Rannsóknir á steingervingum hafa leitt í ljós að þeir – og allir fuglar – eru afkomendur tiltekins hóps risaeðla. Fyrir um 65 milljónum ára hurfu allar risaeðlur á fremur skömmum tíma. Margir telja að þá hafi stór loftsteinn rekist á jörðina. Við árekstur- inn mynduðust miklar flóðbylgjur og öflug eldgos hófust. Þá þyrlaðist mikið af ösku og ryki upp í lofthjúpinn og rykský umlukti jörðina sem dró úr geislun frá sólu. Afleiðingin varð sú að það kólnaði verulega um allan heim. Plöntur urðu illa úti vegna kulda og lítillar ljósgeislunar frá sólu og þá var úti um risaeðlurnar, bæði um plöntuæturnar og ráneðl- urnar. Að sjálfsögðu dóu margar aðrar lífverur út við þessar hamfarir. Eins dauði er annars brauð Saga lífsins er líka saga um fjöldaaldauða lífvera. Á síðustu 500 milljón árunum í sögu jarðarinnar hafa orðið að minnsta kosti fimm atburðir þar sem mikill hluti lífverutegunda dó út. Sagan af risaeðlunum er bara eitt dæmi um slíkan atburð. Fyrir um 250 milljónum ára urðu til dæmis nær allar tegundir dýra í höfunum aldauða og líka margar dýrategundir á landi. Talið er að loftsteinn hafi rekist á jörðina eða að hamfaraeldgos hafi orðið sem gjörbreyttu veðurfari og hafstraumum. Hamfaraeldgos hafa veruleg áhrif á lífsskilyrði allra lífvera á jörðinni. Í kjölfar hvers fjöldaaldauða verður mjög hröð þróun hjá lífverum og nýjar lífverur koma fram á sjónarsviðið. Þegar lífvera deyr út losnar umhverfi fyrir nýjar tegundir lífvera. Frumfuglinn öglir ( Archaeopteryx ) lifði fyrir um 150 milljónum ára og er kominn af skriðdýrum. Hreistrið varð að fiðri en klær voru á vængjunum. 600 – 57% – 50% – 50% – 83% – 48% 500 400 300 100 200 133 Milljónir ára fyrir nútíma Fjöldaaldauði fyrir um 440 milljónum ára Fjöldaaldauði fyrir um 380 milljónum ára Fjöldaaldauði fyrir um 250 milljónum ára Fjöldaaldauði fyrir um 65 milljónum ára Fjöldi dýraætta á jörðinni Þríbrotar Risaeðlur Spendýr Kórallar Fuglar Fiskar Ammonítar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=