Maður og náttúra

Lífverur nema land Lífauðgi hafanna Elstu lífverur hafanna hafa ekki skilið eftir sig mikil ummerki. Fyrstu bitastæðu ummerkin um lífverur finnast í jarðlögum sem eru um 540 milljón ára. Í jarðlögum frá þessum tíma finnast margir steingervingar. Talið er að hafið hafi þá verið iðandi af margvíslegum lífverum, svo sem svampdýrum og ýmsum liðdýrum sem höfðu um sig harðan ham eða skurn. Næstu ármilljónir eftir þetta héldu lífverur áfram að þróast í höf- unum. Að því kom að fyrstu hryggdýrin komu fram á sjónarsviðið, kjálkalausir fiskar sem nefnast vankjálkar. Síðar komu fram fiskar með kjálka og sumir þeirra urðu mjög öflug rándýr. Margir fiskar höfðu stoðgrind úr brjóski, líkt og hákarlar og skötur okkar daga. Síðar komu fram fiskar með stoðgrind úr beini. Þetta voru fyrstu dýrin með beina- grind. Lífverur laga sig að lífi á landi Í hópi beinfiska þessa tíma voru forfeður fyrstu hryggdýranna á landi. Þeir voru ólíkir öðrum fiskum að því leyti að þeir höfðu vísi að lungum , sem þeir önduðu með, og sterklega ugga sem minna á útlimi land- hryggdýra. Þessir fiskar voru svokallaðir holduggar . Af þessum fiskum þróuðust fyrstu froskdýrin sem komu fram fyrir um 400 milljónum ára. Uggar forfeðra þeirra voru nú orðnir að fótum sem dýrin gátu gengið á. Þau höfðu lagað sig að lífi á landi á margan hátt, en urðu þó að snúa aftur til vatnsins til þess að fjölga sér. Plönturnar námu þurrlendið miklu fyrr en dýrin. Fyrstu einföldu plönturnar gátu þó ekki þrifist lengi án þess að vera í miklum raka. Af þeim þróuðust eiginlegar landplöntur með rætur sem sóttu vatn í jarðveg og æðar sem fluttu það um líkamann. Þessar plöntur þoldu betur þurrk en forverar þeirra og kallast æðplöntur. 5.3 Talið er að fyrstu hryggdýr sem leituðu úr vatni á land hafi verið fiskar sem kallast holduggar. 131 Berghveljur voru ef til vill forfeður þeirra hryggdýra sem nú lifa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=