Maður og náttúra

130 ÞRÓUN LÍFSINS Forverar plantna og dýra Fyrstu forverar plantna og dýra nútímans komu fram á sjónarsviðið fyrir um tveimur milljörðum ára. Þetta voru bakteríur sem höfðu komið sér upp sérhæfðum frumulíffærum , meðal annars með því að innlima aðrar bakteríur sem voru minni en þær sjálfar. Þessi þróun er sýnd á myndinni hér til hliðar. Hvatberarnir , frumulíffærin þar sem frumuöndunin fer fram, voru upphaflega purpurabakteríur. Grænukornin , frumulíffærin þar sem ljóstillífunin á sér stað, voru einfaldar blábakteríur. Frumur með grænukornum þróuðust frekar og urðu að plöntum, en frumur án grænukorna urðu forverar dýra. Við þróunina kom líka fram afmarkaður frumu- kjarni þar sem erfðaefnið er varðveitt. Sumar þessara nýju lífvera fóru líka að fjölga sér með kynæxlun í stað jafnskiptingar. Fyrstu fjölfruma lífverurnar Sumar af þessum nýju og flóknari frumum tóku þegar fram liðu stundir að sameinast og mynda fjölfruma líf- verur . Elstu minjar um slíka lífveru er lítill þörungur sem lifði fyrir 1,2 milljörðum ára. Fyrir 600 milljónum ára var kominn fram mikill fjöldi fjölfruma þörunga. Elsti steingervingur dýrs , sem fundist hefur, er 575 milljón ára gamall. Líklegt má þó telja að fyrstu dýrin hafi verið komin fram fyrir rúmlega milljarði ára. 1 Hversu gömul er jörðin? 2 Nefndu nokkur efni sem geta myndast í eftirlíkingu af frumlofthjúpi jarðar. 3 Blábakteríur mynduðu efni sem gjörbreytti lífinu á jörðinni. Hvaða efni er það? 4 Hvað er það sem við köllummiklahvell? 5 Nefndu nokkur einkenni lífvera. 6 Hvers vegna var súrefnið í höfunum og lofthjúpnummikilvægt fyrir áframhaldandi þróun lífvera? 7 Hvernig hafa þróaðar frumur plantna og dýra nútímans líklega orðið til? Ræddu ummikilvægi þess að vita hvernig jörðin varð til og lífið kviknaði. Blábakteríur urðu að grænukornum í plöntufrumum Frumur þar sem kjarni hefur orðið til við þróun Forverar dýrafrumna Purpurabakteríur urðu að hvatberum í frumunni Forverar plöntufrumna Fyrstu bakteríur Grænukorn Hvatberi SJÁLFSPRÓF ÚR 5.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=