Maður og náttúra

129 ÞRÓUN LÍFSINS Blábakteríur mynda súrefni Fyrstu frumurnar á jörðinni voru einfaldar að gerð og höfðu til dæmis engan frumukjarna. Þær líktust að mörgu leyti þeim bakteríum sem nú lifa. Sumar nýttu sér vetni og koltvíoxíð sem orkugjafa og lifðu í heitu umhverfi. Smám saman komu fram frumur sem gátu beislað sólarorkuna og myndað sykur og súrefni á sama hátt og blábakteríur, þörungar og plöntur gera enn þann dag í dag. Þessar ljóstillífandi frumur eru skyld- ar blábakteríum nútímans. Með þeim varð ljóstillífunin til. Frumuöndun og óson Eftir að ljóstillífunin hófst fór súrefni smám saman að safnast fyrir í lofthjúpnum. Þá komu fram á sjónarsviðið lífverur sem gátu aflað sér orku með bruna . Annað orð yfir það ferli er frumuöndun og hún er mjög skilvirk aðferð til þess að losa orku úr fæðu með hjálp súr- efnis. Hátt uppi í lofthjúpnum myndaði súrefnið lag úr ósoni . Ósonið verndaði lífverur jarðar gegn skaðlegum útfjólu- bláum geislum sólar. Áður höfðu lífverur bara getað þrifist í vatni eða undir yfirborði jarðar, en með tilkomu ósonlagsins gátu lífverur líka þrifist á landi. Blábakteríur geta myndað svokallaðan þörungablóma. Þessar núlifandi bakteríur eru skyldar þeim blábakteríum sem voru fyrstu lífverurnar sem mynduðu súrefni lofthjúpsins. Þegar blábakteríur byrjuðu að mynda súrefni, sem safnaðist fyrir í lofthjúpi jarðar, gjörbreyttust öll skilyrði fyrir lífverur og þróun lífs. líf á landi Styrkur súrefnis í lofthjúpnum jörðin myndast bakteríur blábakteríur styrkur súrefnis vex í lofthjúpnum Milljarðar ára fyrir nútíma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=