Maður og náttúra

11 Bruni losar orku úr læðingi Allar lífverur þurfa orku Bæði plöntur og dýr þurfa næringu til þess að lifa. Frumur þeirra verða ávallt að hafa aðgang að orku til að starfa, vaxa og fjölga sér. Með ljóstillífun geta plöntur sjálfar búið til þá næringu sem þær þurfa. Þær beisla orku sólar og binda hana í glúkósa. Hluti sykursins er síðan notaður sem næring. Dýr geta á hinn bóginn ekki búið til eigin næringu (fæðu) – þau eru ófær um að ljóstillífa. Þau verða því að éta plöntur eða önnur dýr til þess að verða sér úti um orku. Þegar orkan í fæðunni er notuð í frumunum losnar hún á nákvæmlega sama hátt í frumum plantna og frumum dýra. Orkan losnar úr læðingi við bruna . Bruni er eiginlega öfug ljóstillífun Við bruna í frumunum sundrast glúkósi í koltvíoxíð og vatn. Orkan, sem var bundin í glúkósanum, losnar þá og hún getur orðið hreyfiorka eða varmaorka . Bruninn í frumunum kallast líka frumuöndun og ferlið má sýna á þennan hátt: Ef við berum þetta ferli saman við ljóstillífunina sjáum við að bruninn er nákvæmlega sama efnahvarfið, bara aftur á bak. Þær kolefnisfrum­ eindir, sem plantan tók úr and­ rúmsloftinu í ljóstillífuninni, berast nú aftur út í loftið sem koltvíoxíð . 1.2 glúkósi + súrefni → koltvíoxíð + vatn + orka Súrefnisfrumeind Kolefnisfrumeind Vetnisfrumeind Koltvíoxíð Vatn Við bruna losnar orkan úr glúkósa og hún getur orðið að hreyfiorku eða varmaorku. Frumeindirnar, sem áður voru í glúkósanum og súrefninu, skila sér eftir brunann í orkusnauðum sameindum koltvíoxíðs og vatns. Súrefni Glúkósi Orkan losnar í dýra- og plöntufrumum Vatn Koltvíoxíð Þegar kanínur éta gulrætur nýta þær sólarorkuna sem er geymd í þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=