Maður og náttúra

Óralangur tími 1 milljarður ára = 1000 milljónir ára = 1 000 000 000 ára Snemma í sögu alheimsins tóku stjörnur og stjörnuþokur að myndast úr skýjum úr vetni og helíni. 5.2 Upphaf lífsins Náttúruvísindalegt sjónarhorn Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Maðurinn hefur alltaf leitað svara við brennandi spurningum um lífið. Sumir finna svörin í trúnni , en aðrir leita vísindalegra skýringa. Sú skýring, sem náttúruvísindamenn setja fram um upphaf lífsins, er ólík kenningu bókstafstrúarmanna sem túlka kenningar ýmissa trúarrita. Mestu skiptir að vísindalega myndin, sem dregin er upp af uppruna lífsins, breytist stöðugt eftir því sem þekkingu manna fleygir fram. Hún byggist ekki á eilífum og óbreytanlegum sannleika heldur á athugunum og tilraunum. Stundum verða nýjar uppgötvanir til þess að við verðum að breyta kenningum sem taldar voru sannaðar. Alheimurinn verður til Nú telja flestir vísindamenn að alheimurinn hafi orðið til fyrir um það bil 14 milljörðum ára í atburði sem kallaður er miklihvellur . Áður en miklihvellur varð var hvorki til tími né rými, en með honum varð mikil geislun og einföld frumefni á borð við vetni og helín mynduðust. Með tímanum mynduðust stjörnur og stjörnuþokur. Í upphafi voru stjörnurnar bara úr vetni og helíni en við þróun þeirra mynduðust líka þyngri frumefni, svo sem kolefni, nitur, súrefni og járn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=