Maður og náttúra

125 ÞRÓUN LÍFSINS Aðlögun að umhverfinu Stundum sjáum við að tvær tegundir eru að ytra útliti talsvert líkar þótt þær séu allsendis óskyldar. Sameiginleg einkenni í útliti stafa þá af að- lögun að svipuðu umhverfi. Hvalur líkist til dæmis á margan hátt fiski . Hvalurinn hefur lögun fisks og báðir lifa í vatni. Þrátt fyrir svipað útlit er hvalurinn ekki fiskur heldur spendýr sem fæðir lifandi afkvæmi og nærir þau á mjólk. Ef við skoðum beinagrind af hval finnum við leifar af beinum afturli- manna, bein sem eru orðin mjög rýr og sjást ekki utan á líkamanum. Framlimirnir hafa umbreyst í bægsli. Hvalir eru dæmi um dýr sem lifðu áður á landi en leituðu aftur út í vatnið og hafa lagað sig að þessu nýja umhverfi. Aðlögunin hefur orðið til þess að þeir minna á fiska í útliti. 1 Hvað er steingervingur? 2 Hvað merkir orðið þróun? 3 Hvað sýnir þróunartré? 4 Hvað er náttúruval? 5 Hvers vegna er líffræðileg fjölbreytni mikilvæg fyrir þróun lífsins? 6 Hvers vegna líkjast hvalir og fiskar á margan hátt þótt þeir séu mjög fjarskyldir? 7 Hvernig getum við nýtt þekkingu í erfðafræði til þess að átta okkur betur á þróun lífsins? 8 Nefndu dæmi sem skýrir hvernig ný tegund lífvera getur orðið til. Meðal skordýra finnast tvö mismunandi erfðafræðileg afbrigði. Annað þeirra drepst ef það fær í sig skordýraeitur en hitt þolir það vel. Notaðu kenningar og hugmyndir Darwins til þess að útskýra það sem gæti gerst ef menn nota skordýraeitur stöðugt og lengi. Leðurblaka og drekafluga eru óskyld dýr og vængir þeirra eiga sér gerólíkan uppruna. Bein leðurblökunnar, sem svara til handleggs- og handarbeina, eru aðlöguð til flugs. Í vængjum skordýrsins eru engin bein. Talið er að vængir skordýra hafi þróast af tálknum sem fengu nýtt hlutverk. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=