Maður og náttúra
124 ÞRÓUN LÍFSINS Útlit og erfðaefni gefa vísbendingar um skyldleika Þekkingin á þróun lífvera og myndun nýrra tegunda af þeim sem fyrir eru gerir okkur fært að búa til þróunartré. Í þróunartré er tegundum, ættkvíslum og ættum lífvera raðað kerfisbundið. Þar sem grein- arnar kvíslast hafa nýjar tegundir þróast af eldri tegundum og neðst í trénu er sameiginlegur forfaðir allra lífveranna sem eru ofar í trénu. Lengi vel gátu þróunarfræðing- arnir, sem settu saman þróunartré lífvera, bara stuðst við rannsóknir sínar á því sem var líkt og því sem var ólíkt í útliti lífvera. Nú geta þeir líka rannsakað hversu líkt erfðaefnið og prótínin eru hjá hinum ýmsu lífverum. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa oft kallað á endurskoðun á þróunartrénu því að þær hafa leitt í ljós að skyldleiki lífvera er alls ekki eins og menn töldu að hann væri og flokkun lífvera tekur nú miklum breytingum. Í þessari bók er þó að mestu stuðst við hefðbundna skiptingu lífvera, eins og hún hefur verið í mörgum kennslubókum fram til þessa, en það er ljóst að þróunartré lífvera er flóknara en hér er sýnt. Aðlögun lífvera Dýr eru gjarnan mjög ólík í útliti en í innri gerð líkamans og starfsemi má oft sjá sameiginleg einkenni sem benda til skyldleika. Ytra útlit dýra hefur oft tekið breytingum vegna aðlögunar þeirra að mismunandi umhverfi sem þau lifa í. Skoðum til dæmis framlimi ýmissa spendýra. Skyldleiki hvala, manns og leðurblakna kemur greinilega fram ef við skoðum beinin í bægslum, höndum og vængjum. Í meginat- riðum er um sams konar bein að ræða en þau hafa þróast á mismunandi vegu við aðlögun að mismunandi umhverfi – lífi í vatni, á landi og í lofti. Hvalur Maður Leðurblaka Samkvæmt þessu þróunartré hafa allar plöntur þróast af einum forföður, einfruma grænþörungi. Milljónir ára fyrir nútíma Einfruma grænþörungur Fornar æðplöntur 100 200 300 400 500 Mosar Byrkningar Barrtré Blómplöntur Hvalur, maður og leðurblaka eru öll spendýr. Skyldleikinn er augljós þegar bein þessara dýra eru borin saman. Beinin hafa breyst vegna aðlögunar þessara dýra að mismunandi umhverfi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=